AS Roma rétt missti af ítalska meistaratitlinum á dögunum þegar liðið endaði í 2. sæti á eftir Jose Mourinho og lærisveinum hans í Internazionale Milan. Claudio Ranieri, þjálfari liðsins ætlar nú að sækja einn gamla Inter-mann fyrir næsta tímabili.
AS Roma vonast til að fá til sín Adriano frá brasilíska liðinu Flamengo en hinn 28 ára framherji hefur glímt við vandamál utan vallar sem leiddu til þess að hann hætti í ítölsku deildinni á sínum. Adriano var ekki valinn í HM-hóp Brasilíu.
„Ég ætla að veðja á Adriano. Ég veit þó ekki hvort við græðum á því eða ekki," sagði Claudio Ranieri við Sky Italia en hann er ekki búinn að ákveða það hvað hann gerir með Luca Toni sem var í láni frá Bayern Munchen.
Adriano skoraði 77 mörk í 175 deildarleikjum á ítalíu með Internazionale, Fiorentina og Parma frá 2001 til 2008. Hann skoraði 19 mörk í 30 leikjum með Flamengo í fyrra.
Claudio Ranieri hjá Roma: Ég ætla að veðja á Adriano
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn