Innlent

Eldur í skipi slökktur

Mynd frá slökkvistörfum á Hafnarfjarðarhöfn. Mynd Sigurjón.
Mynd frá slökkvistörfum á Hafnarfjarðarhöfn. Mynd Sigurjón.
Slökkviliðið er búið að slökkva eld í skipi sem lá við bryggju nærri Óseyrarbraut í Hafnarfirði nú í kvöld. Slökkvilið frá tveimur slökkviliðstöðum var kallað á vettvang í ljósi aðstæðna. Mikill reykur var í skipinu neðanþilja og þurftu þrjú svokölluð gengi af reykköfurum að leita uppruna eldsins.

Að lokum tókst slökkviliðsmönnum að finna uppruna eldsins.

Slökkviliðið var nýbúið að slökkva eldinn þegar haft var samband við slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sögðu slökkvistarf hafa gengið ágætlega. Skipið er nokkuð skemmt en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnsköplum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×