Actavis og Teva leggja fram tilboð í Ratiopharm 7. febrúar 2010 08:33 Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Eins og komið hefur fram í fréttum nýtur Actavis fjárhagsstuðnings frá sænska fjárfestinarsjóðnum EQT í tilboði sínu. EQT er í eigu sænsku Wallenberg fjölskyldunna. Þá hefur einnig komið fram að Deutsche Banka, aðallánadrottinn Actavis, hefur lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignar Ratiopharm. Teva, sem staðsett er í Ísrael, er talið hafa meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis enda er um stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimini. Samkvæmt frétt Reuters eru möguleikar Actavis þó taldir litlu minni eftir að Actavis greip til þess ráðs að fá Claudio Albrecht fyrrum forstjóra Ratiopharm til liðs við sig sem ráðgjafa við tilboðsgerðina. Þá er einnig nefnt að Actavis hefur lofað því að ekki komi til fjöldauppsagna meðal starfsmanna Ratiopharm í borginni Ulm í Þýskalandi. Á móti mun Teva ætla að segja mörgum þeirra upp og það hugnast ekki eigendurm Ratiopharm, Merckle fjölskyldunni. „Teva virðist hafa betri fjárhagsstöðu og mun hagnast meir á samruna við Ratiopharm. Hinsvegar gæti minni stærð Actavis hugnast fjölskyldunni sem er að selja fyrirtækið," segir greinandi hjá Jeffries í samtali við Reuters. Verðmiðinn á Ratiopharm er um 3 milljarðar evra. Salan yrði sú stærsta meðal samheitalyfjafyrirtækja síðan árið 2008 þegar Teva festi kaup á bandaríska fyrirtækinu Barr á um 7,5 milljarða dollara. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Eins og komið hefur fram í fréttum nýtur Actavis fjárhagsstuðnings frá sænska fjárfestinarsjóðnum EQT í tilboði sínu. EQT er í eigu sænsku Wallenberg fjölskyldunna. Þá hefur einnig komið fram að Deutsche Banka, aðallánadrottinn Actavis, hefur lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignar Ratiopharm. Teva, sem staðsett er í Ísrael, er talið hafa meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis enda er um stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimini. Samkvæmt frétt Reuters eru möguleikar Actavis þó taldir litlu minni eftir að Actavis greip til þess ráðs að fá Claudio Albrecht fyrrum forstjóra Ratiopharm til liðs við sig sem ráðgjafa við tilboðsgerðina. Þá er einnig nefnt að Actavis hefur lofað því að ekki komi til fjöldauppsagna meðal starfsmanna Ratiopharm í borginni Ulm í Þýskalandi. Á móti mun Teva ætla að segja mörgum þeirra upp og það hugnast ekki eigendurm Ratiopharm, Merckle fjölskyldunni. „Teva virðist hafa betri fjárhagsstöðu og mun hagnast meir á samruna við Ratiopharm. Hinsvegar gæti minni stærð Actavis hugnast fjölskyldunni sem er að selja fyrirtækið," segir greinandi hjá Jeffries í samtali við Reuters. Verðmiðinn á Ratiopharm er um 3 milljarðar evra. Salan yrði sú stærsta meðal samheitalyfjafyrirtækja síðan árið 2008 þegar Teva festi kaup á bandaríska fyrirtækinu Barr á um 7,5 milljarða dollara.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira