Mikilvægt að viðhalda einbeitingunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2010 06:00 Guðmundur Guðmundsson. Fréttablaðið Ísland mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Flest landslið í Evrópu, þar á meðan það danska, er að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fer fram í janúar á næsta ári. Þar á Ísland öruggt sæti eftir góðan árangur á EM í vetur. „Við þurfum að taka þessa leiki af fullum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. „Við þurfum að nýta tímann mjög vel þegar við hittumst og passa sérstaklega vel að missa ekki niður einbeitinguna á milli mikilvægra leikja og móta." Eftir leikina gegn Danmörku fer landsliðið til Brasilíu þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki gegn heimamönnum, 16. og 18. júní. „Við hittumst svo ekkert fyrr en í október og þá byrjar undankeppni fyrir EM 2012 með tveimur erfiðum leikjum. Eftir það hittumst við svo aftur í janúar, skömmu fyrir mótið í Svíþjóð." Landsliðið kom saman fyrst í gær enda lauk tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem fjölmargir íslenskir landsliðsmenn spila nú um helgina. „Við fengum því aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikina gegn Dönum en það var bara um ekkert annað að ræða. Við erum í sérstakri stöðu og vorum þó heppnir að fá þessa leiki sem við fengum." Guðmundur segist vera byrjaður að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og að hann sé nú að halda áfram þeirri vinnu sem hófst fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. „Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik og ekki glata því sem við höfum verið að byggja upp síðan á Ólympíuleikunum. Það felst oft mesta vinnan í því að viðhalda varnarleiknum og við þurfum að nota leikina nú til að stilla saman strengina í vörninni." Ísland vann frækilegan sigur á Dönum á EM í Austurríki en það var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni. Fram að honum hafði Ísland gert tvö jafntefli - gegn Serbíu og Austurríki. „Það var ekki fyrr en í þeim leik sem við náðum að spila þann varnarleik sem við vildum gera. Ég hef horft nokkrum sinnum á þann leik aftur og vonandi tekst okkur að nýta það sem vel gekk þá." Og spurður hvort að Guðmundur sé búinn að setja markið á gullið í Svíþjóð færist bros á andlit landsliðsþjálfarans. „Við ætlum að halda okkur áfram í fremstu röð. Við höfum náð silfri og bronsi á síðustu tveimur stórmótum og auðvitað viljum við fylgja því eftir." Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Ísland mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Flest landslið í Evrópu, þar á meðan það danska, er að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fer fram í janúar á næsta ári. Þar á Ísland öruggt sæti eftir góðan árangur á EM í vetur. „Við þurfum að taka þessa leiki af fullum krafti," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. „Við þurfum að nýta tímann mjög vel þegar við hittumst og passa sérstaklega vel að missa ekki niður einbeitinguna á milli mikilvægra leikja og móta." Eftir leikina gegn Danmörku fer landsliðið til Brasilíu þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki gegn heimamönnum, 16. og 18. júní. „Við hittumst svo ekkert fyrr en í október og þá byrjar undankeppni fyrir EM 2012 með tveimur erfiðum leikjum. Eftir það hittumst við svo aftur í janúar, skömmu fyrir mótið í Svíþjóð." Landsliðið kom saman fyrst í gær enda lauk tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem fjölmargir íslenskir landsliðsmenn spila nú um helgina. „Við fengum því aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikina gegn Dönum en það var bara um ekkert annað að ræða. Við erum í sérstakri stöðu og vorum þó heppnir að fá þessa leiki sem við fengum." Guðmundur segist vera byrjaður að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og að hann sé nú að halda áfram þeirri vinnu sem hófst fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. „Við þurfum að halda áfram að þróa okkar leik og ekki glata því sem við höfum verið að byggja upp síðan á Ólympíuleikunum. Það felst oft mesta vinnan í því að viðhalda varnarleiknum og við þurfum að nota leikina nú til að stilla saman strengina í vörninni." Ísland vann frækilegan sigur á Dönum á EM í Austurríki en það var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni. Fram að honum hafði Ísland gert tvö jafntefli - gegn Serbíu og Austurríki. „Það var ekki fyrr en í þeim leik sem við náðum að spila þann varnarleik sem við vildum gera. Ég hef horft nokkrum sinnum á þann leik aftur og vonandi tekst okkur að nýta það sem vel gekk þá." Og spurður hvort að Guðmundur sé búinn að setja markið á gullið í Svíþjóð færist bros á andlit landsliðsþjálfarans. „Við ætlum að halda okkur áfram í fremstu röð. Við höfum náð silfri og bronsi á síðustu tveimur stórmótum og auðvitað viljum við fylgja því eftir."
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira