McLaren vill sextánda sigurinn í Mónakó 11. maí 2010 17:15 Lewis Hamilton í undirgöngunum í Mónakó í fyrra. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að lið sitt stefni á sigur í Mónakó, en Lewis Hamilton var í öðru sæti í síðustu keppni þegar felga brotnaði og hvellsprakk hjá honum í næst síðasta hring. Þetta kom á daginn í dag eftir rannsókn í tæknimiðstöð McLaren. McLaren hefur unnið 15 sinnum á götum Mónakó og þekkir því hvað til þarf. "Ég held að ökumenn vilji hafa þurra braut í Mónakó. Brautin er mjög þröng og varasöm ef það rignir, en báðir ökumenn okkar eru góðir í rigningu", sagði Whitmarsh á vefsíðu autosport.com í dag. "Brautin í Mónakó hefur sérstöðu. Red Bull menn voru hraðir á Spáni í tímatökum, en við vorum nær þeim í keppninni. McLaren hefur unnið fimmtán sinnum í Mónakó, oftar en nokkuð annað lið og við munum reyna að ná þeim sextánda, hvort sem það rignir eður ei." Skoðað var af keppnisliðum hvort tvískipta ætti fyrstu umferð tímatökunnar, þar sem fjöldi nýrra liða sem fara hægt yfir gæti skapað hættu. En af því verður ekki. Öll lið keppa saman í fyrstu umferð. "Það verður mjög, mjög erfitt fyrir alla. Það eru sex bílar sem eru hægfara og það er bara staðreynd sem þarf að kyngja. Þeir hafa verið 6-7 sekúndum hægari og menn eru að ná ná hvor öðrum í Mónakó. Það hefur alltaf verið erfitt að keyra Mónakó og það mun eitthvað gerast. Sumum finnst það skemmtun að það sé vesen, en ég er ekki einn af þeim", sagði Whitmarsh. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að lið sitt stefni á sigur í Mónakó, en Lewis Hamilton var í öðru sæti í síðustu keppni þegar felga brotnaði og hvellsprakk hjá honum í næst síðasta hring. Þetta kom á daginn í dag eftir rannsókn í tæknimiðstöð McLaren. McLaren hefur unnið 15 sinnum á götum Mónakó og þekkir því hvað til þarf. "Ég held að ökumenn vilji hafa þurra braut í Mónakó. Brautin er mjög þröng og varasöm ef það rignir, en báðir ökumenn okkar eru góðir í rigningu", sagði Whitmarsh á vefsíðu autosport.com í dag. "Brautin í Mónakó hefur sérstöðu. Red Bull menn voru hraðir á Spáni í tímatökum, en við vorum nær þeim í keppninni. McLaren hefur unnið fimmtán sinnum í Mónakó, oftar en nokkuð annað lið og við munum reyna að ná þeim sextánda, hvort sem það rignir eður ei." Skoðað var af keppnisliðum hvort tvískipta ætti fyrstu umferð tímatökunnar, þar sem fjöldi nýrra liða sem fara hægt yfir gæti skapað hættu. En af því verður ekki. Öll lið keppa saman í fyrstu umferð. "Það verður mjög, mjög erfitt fyrir alla. Það eru sex bílar sem eru hægfara og það er bara staðreynd sem þarf að kyngja. Þeir hafa verið 6-7 sekúndum hægari og menn eru að ná ná hvor öðrum í Mónakó. Það hefur alltaf verið erfitt að keyra Mónakó og það mun eitthvað gerast. Sumum finnst það skemmtun að það sé vesen, en ég er ekki einn af þeim", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira