Hrognin verða að 70 þúsund tonnum 4. desember 2010 02:45 Hjá Stofnfiski Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks, segir fyrirtækið flytja út um 40 milljón eldislaxahrogn. Ísland er laust við sjúkdóma sem leikið hafa eldi grátt annars staðar og því eitt fárra landa sem flytja mega út hrognin.Fréttablaðið/Stefán Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir. Í fyrra nam útflutningur Stofnfisks í Hafnarfirði um 40 milljónum hrogna. Fram kemur á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að árleg framleiðsla nemi 50 til 70 milljónum hrogna og að 90 prósent framleiðslunnar séu til útflutnings. Að sögn Jónasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, fást á milli sex og sjö hundruð milljónir króna fyrir 40 milljón hrogn. Úr slíku magni segir Jónas hægt að framleiða 60 til 70 þúsund tonn af fiski. Jónas segir að iðnaður með eldislax hafi hrunið í Síle árin 2007 og 2008 þegar þar kom upp mjög skæður veirusjúkdómur. „Það sem einkenndi iðnaðinn í Síle var hversu samþjappaður hann var og sjúkdómurinn breiddist mjög hratt út. Menn fóru svo að byggja upp aftur með því að taka inn hrein hrogn og breyta framleiðsluaðferðum og þá jókst áhuginn á okkur,“ segir hann, en hér hafi viljað svo til að nokkuð hafi verið til af hrognum og Ísland verið laust við sjúkdóminn. „Þannig að við höfum verið að flytja út til þeirra og hjálpa þeim aðeins að byggja þetta upp aftur.“ Auk útflutnings til Síle segir Jónas að Stofnfiskur hafi flutt út hrogn á markaði í Evrópu og á vesturströnd Bandaríkjanna. „Og þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar að því kemur að leyfa innflutning.“ Stöðugur stígandi hefur verið í útflutningi Stofnfisks síðustu ár og segir Jónas útflutning ársins í ár kominn í svipaða tölu og allt árið í fyrra. Þá gerir Jónas ráð fyrir áframhaldandi vexti í útflutningi hrogna héðan. „Þetta er alþjóðamarkaður og menn eru að herða kröfurnar meira og meira varðandi sjúkdómamál.“ Stofnfiskur var stofnaður árið 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði fyrir hönd ríkissjóðs, sem átti þrjá fjórðu í fyrirtækinu, og Silfurlaxi, sem átti fjórðungshlut. Á vef Stofnfisks kemur fram að upphaflega hafi mest áhersla verið lögð á kynbætur fyrir hafbeit, síðustu ár hafi mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráðgjafarþjónustu til laxeldis. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir. Í fyrra nam útflutningur Stofnfisks í Hafnarfirði um 40 milljónum hrogna. Fram kemur á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að árleg framleiðsla nemi 50 til 70 milljónum hrogna og að 90 prósent framleiðslunnar séu til útflutnings. Að sögn Jónasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, fást á milli sex og sjö hundruð milljónir króna fyrir 40 milljón hrogn. Úr slíku magni segir Jónas hægt að framleiða 60 til 70 þúsund tonn af fiski. Jónas segir að iðnaður með eldislax hafi hrunið í Síle árin 2007 og 2008 þegar þar kom upp mjög skæður veirusjúkdómur. „Það sem einkenndi iðnaðinn í Síle var hversu samþjappaður hann var og sjúkdómurinn breiddist mjög hratt út. Menn fóru svo að byggja upp aftur með því að taka inn hrein hrogn og breyta framleiðsluaðferðum og þá jókst áhuginn á okkur,“ segir hann, en hér hafi viljað svo til að nokkuð hafi verið til af hrognum og Ísland verið laust við sjúkdóminn. „Þannig að við höfum verið að flytja út til þeirra og hjálpa þeim aðeins að byggja þetta upp aftur.“ Auk útflutnings til Síle segir Jónas að Stofnfiskur hafi flutt út hrogn á markaði í Evrópu og á vesturströnd Bandaríkjanna. „Og þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar að því kemur að leyfa innflutning.“ Stöðugur stígandi hefur verið í útflutningi Stofnfisks síðustu ár og segir Jónas útflutning ársins í ár kominn í svipaða tölu og allt árið í fyrra. Þá gerir Jónas ráð fyrir áframhaldandi vexti í útflutningi hrogna héðan. „Þetta er alþjóðamarkaður og menn eru að herða kröfurnar meira og meira varðandi sjúkdómamál.“ Stofnfiskur var stofnaður árið 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði fyrir hönd ríkissjóðs, sem átti þrjá fjórðu í fyrirtækinu, og Silfurlaxi, sem átti fjórðungshlut. Á vef Stofnfisks kemur fram að upphaflega hafi mest áhersla verið lögð á kynbætur fyrir hafbeit, síðustu ár hafi mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráðgjafarþjónustu til laxeldis. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira