Viðskipti erlent

Cameron vill hraða niðurskurði

Flokksleiðtogarnir Nick Clegg og David Cameron. Mynd/AP
Flokksleiðtogarnir Nick Clegg og David Cameron. Mynd/AP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir mikla erfiðleika steðja að bresku efnahagslífi. Hraða verði niðurskurði hjá hinu opinbera.

Í viðtali við Sunday Times segir Cameron að staðan sé mun verri en áður hafði verið talið og nú stefni í gríðarlega fjárlagahalla. Því verði hugsanlega að hækka skatta, frysta laun launþega hjá breska ríkinu og skera niður í velferðarkerfinu.

Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra og leiðtogi Frjálslyndra demókrata, segir að fjárlagahallanum verði ekki mætt með svipuðum aðgerðum og ríkisstjórn Margaretar Thatcher greip til árið 1980. „Við ætlum að gera þetta á annan hátt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×