World Class hótar lögsókn vegna skoðanakönnunnar 13. apríl 2010 14:23 "Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns." Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt.Í tilkynningu frá MMR segir að dagana 7. til 12. apríl 2010 framkvæmdi MMR skoðanakönnun meðal almennings þar sem meðal annars var spurt um viðhorf til málefna líkamsræktarstöðvarinnar World Class eins og rætt hefur verið um þau í fjölmiðlum.Tekið skal fram að könnunin var unnin fyrir viðskiptamann MMR og því ekki á færi MMR að birta niðurstöður hennar. Föstudaginn 9. apríl 2010 barst MMR eftirfarandi tölvubréf frá Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, sem eiga og reka World Class líkamsræktarstöðvar hér á landi:„Skjólstæðingar mínir, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, sem eiga og reka WorldClass líkamsræktarstöðvar hér á landi hafa fengið upplýsingar um að fyrirtæki þitt sé að gera könnun, þar sem nöfn þeirra og fyrirtækis þeirra er nefnt. Þau hafa ekki óskað eftir því að fyrirtæki þitt gerði könnun fyrir þau persónulega eða fyrirtæki þeirra. Þá virðist fyrirtæki þitt ganga út frá því að umbjóðendur mínir hafi fengið skuldir afskrifaðar. Svo er ekki. Þau urðu hins vegar fyrir miklu tjóni vegna fjárfestinga í Danmörku, sem Straumur‐Burðarás fjárfestingarbanki stýrði.Til að kórnóna skömmina á þeim bæ brá bankinn á það ráð eftir að hafa vanefnt hlutafjárloforð gagnvart umbjóðendum mínum að kaupa þann 1. október 2009 kröfu af Arion banka á hendur fyrirtæki umbjóðenda minna með ábyrgð Björns. Sú krafa var notuð til að knýja fyrirtæki þeirra sem hafði staðið í fjárfestingum með Straumi í Danmörku í þrot.Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns. Verði það ekki gert og þeim aðdróttunum sem koma fram í könnunni haldið frekar á lofti af fyrirtæki þínu mun leitað atbeina dómsstóla til að fá þann þátt könnunarinnar sem snýr að umbjóðendum mínum dæmdan dauðan og ómerkan.Virðingarfyllst,Sigurður G. Guðjónsson hrl."Í tilkynningunni segir að MMR hefur að undanförnu framkvæmt fjölda kannana meðal almennings sem hafa þaðm að markmiði að mæla viðhorf fólks til þeirra frétta sem fjölmiðlar landsins hafa flutt af efnahagsástandinu. Fjöldi þessara kannana hefur verið gerður að frumkvæði og á kostnað MMR og þá jafnan verið gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra í fjölmiðlum. Þannig hefur MMR komið sjónarmiðum almennings á framfæri með viðurkenndum og skipulegum hætti. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt.Í tilkynningu frá MMR segir að dagana 7. til 12. apríl 2010 framkvæmdi MMR skoðanakönnun meðal almennings þar sem meðal annars var spurt um viðhorf til málefna líkamsræktarstöðvarinnar World Class eins og rætt hefur verið um þau í fjölmiðlum.Tekið skal fram að könnunin var unnin fyrir viðskiptamann MMR og því ekki á færi MMR að birta niðurstöður hennar. Föstudaginn 9. apríl 2010 barst MMR eftirfarandi tölvubréf frá Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, sem eiga og reka World Class líkamsræktarstöðvar hér á landi:„Skjólstæðingar mínir, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, sem eiga og reka WorldClass líkamsræktarstöðvar hér á landi hafa fengið upplýsingar um að fyrirtæki þitt sé að gera könnun, þar sem nöfn þeirra og fyrirtækis þeirra er nefnt. Þau hafa ekki óskað eftir því að fyrirtæki þitt gerði könnun fyrir þau persónulega eða fyrirtæki þeirra. Þá virðist fyrirtæki þitt ganga út frá því að umbjóðendur mínir hafi fengið skuldir afskrifaðar. Svo er ekki. Þau urðu hins vegar fyrir miklu tjóni vegna fjárfestinga í Danmörku, sem Straumur‐Burðarás fjárfestingarbanki stýrði.Til að kórnóna skömmina á þeim bæ brá bankinn á það ráð eftir að hafa vanefnt hlutafjárloforð gagnvart umbjóðendum mínum að kaupa þann 1. október 2009 kröfu af Arion banka á hendur fyrirtæki umbjóðenda minna með ábyrgð Björns. Sú krafa var notuð til að knýja fyrirtæki þeirra sem hafði staðið í fjárfestingum með Straumi í Danmörku í þrot.Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns. Verði það ekki gert og þeim aðdróttunum sem koma fram í könnunni haldið frekar á lofti af fyrirtæki þínu mun leitað atbeina dómsstóla til að fá þann þátt könnunarinnar sem snýr að umbjóðendum mínum dæmdan dauðan og ómerkan.Virðingarfyllst,Sigurður G. Guðjónsson hrl."Í tilkynningunni segir að MMR hefur að undanförnu framkvæmt fjölda kannana meðal almennings sem hafa þaðm að markmiði að mæla viðhorf fólks til þeirra frétta sem fjölmiðlar landsins hafa flutt af efnahagsástandinu. Fjöldi þessara kannana hefur verið gerður að frumkvæði og á kostnað MMR og þá jafnan verið gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra í fjölmiðlum. Þannig hefur MMR komið sjónarmiðum almennings á framfæri með viðurkenndum og skipulegum hætti.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira