Viðskipti erlent

Alþjóðlegir fjárfestar berjast um grísk ríkisskuldabréf

Þrátt fyrir að traust alþjóðafjármálakerfisins á Grikklandi hafi hrapað undanfarna mánuði kemur slíkt ekki í veg fyrir að fjárfestar berjast nú um kaup á grískum ríkisskuldabréfum. Ástæðan er hinir háu vextir sem eru í boði.

Samkvæmt frétt um málið í Financial Times hafa fjárfestar skráð sig fyrir 20 milljörðum evra, eða 3.600 milljörðum kr., í komandi skuldabréfaútboði grískra stjórnvalda. Þetta er fjórföld sú upphæð sem er í boði.

Um er að ræða nýjan flokk ríkisskuldabréfa til fjögurra ára með föstum vöxtum. Þess er vænst að vextirnir verði settir á 6,12% og sú prósenta fær fjárfesta til að sleikja út um þrátt fyrir að þessi ríkisskuldabréf séu í raun talin áhættufjárfesting.

Þegar fréttirnar um þennan mikla áhuga fjárfesta á þessum skuldabréfaflokki urðu opinberar í dag hækkaði gríski hlutabréfamarkaðurinn um 3%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×