Horner: Ótrúlegt ár hjá Red Bull 11. desember 2010 14:29 Sebastian Vettel og Christain Horner hjá Red Bull á afhendingunni í gær. Mynd: Getty Images/FIA Christian Horner framkvæmdarstjóri Red Bull tók á móti heimsmeistaratitli bílasmiða á verðlaunaafhendingu FIA í Mónakó í gærkvöldi, en Sebastian Vettel hjá Red Bull tók á móti titli ökumanna á sömu athöfn. "Þetta hefur verið erfitt en ótrúlegt ár fyrir Red Bull. Að taka á móti titli bílasmiða er fullkominn endir á frábæru keppnistímabili hjá okkur. Ég vil þakka Sebastian og Mark fyrir þeirra framlag og ásetning", sagði Horner á afhendingunni, en Mark Webber liðsfélagi Vettels varð í þriðja sæti í stigamóti ökumanna á eftir Fernando Alonso hjá Ferrari. "Seb er yngsti Formúlu 1 meistari sögunnar og átti þetta skilið. Árangur hans tekur mið af því sem hann hefur skilað á brautinni og liðið er stolt af því sem hann hefur afrekað." Vettel vann fimm mót á árinu og landaði titlinum í lokamótinu í Abu Dhabi. "Mark hefur einnig unnið ótrúlegt verk. Hann vann fjögur mót og ók stórvel. Báðir ökumenn eru ótrúlega færir ökumenn og það er sönn ánægja að hafa þá í liðinu. Ég vil þakka samstarfsfólki okkar og sérstaklega Dietrich Matesshitz fyrir hans stuðning á árinu", sagði Horner. Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Christian Horner framkvæmdarstjóri Red Bull tók á móti heimsmeistaratitli bílasmiða á verðlaunaafhendingu FIA í Mónakó í gærkvöldi, en Sebastian Vettel hjá Red Bull tók á móti titli ökumanna á sömu athöfn. "Þetta hefur verið erfitt en ótrúlegt ár fyrir Red Bull. Að taka á móti titli bílasmiða er fullkominn endir á frábæru keppnistímabili hjá okkur. Ég vil þakka Sebastian og Mark fyrir þeirra framlag og ásetning", sagði Horner á afhendingunni, en Mark Webber liðsfélagi Vettels varð í þriðja sæti í stigamóti ökumanna á eftir Fernando Alonso hjá Ferrari. "Seb er yngsti Formúlu 1 meistari sögunnar og átti þetta skilið. Árangur hans tekur mið af því sem hann hefur skilað á brautinni og liðið er stolt af því sem hann hefur afrekað." Vettel vann fimm mót á árinu og landaði titlinum í lokamótinu í Abu Dhabi. "Mark hefur einnig unnið ótrúlegt verk. Hann vann fjögur mót og ók stórvel. Báðir ökumenn eru ótrúlega færir ökumenn og það er sönn ánægja að hafa þá í liðinu. Ég vil þakka samstarfsfólki okkar og sérstaklega Dietrich Matesshitz fyrir hans stuðning á árinu", sagði Horner.
Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira