Lotus meðal fimm fremstu 2013 31. mars 2010 12:09 Tony Fernandez ásamt ökumönnum Lotus liðsins. mynd: Getty Images Tony Fernandes hjá Lotus Formúlu 1 liðinu telur að lið sitt geti orðið meðal fimm fremstu keppnisliðanna innan þriggja ára, en lið hans hefur verið sneggst af nýju liðunum. Jarno Trulli og Heikki Kovalainen aka fyrir Lotus. Lotus var á árum áður sögufrægt keppnislið og nýtt lið var stofnað með sama nafni fyrir þetta tímabil. Tæknistjóri liðsins er Mike Gascoyne og liðið er með aðsetur í Norfolk í Bretlandi og einnig í Kuala Lumpur í Malasíu. "Ég vona að við verðum meðal tíu fremstu á næsta ári og meðal fimm fremstu eftir þrjú ár", sagði Fernandes við Autosport vefsetrið. "Hvað keppnishraða varðar þá erum við ekki svo fjarri. Kovalainen var að elta Nico Hulkenberg, þannig að ég er viss um að við getum náð Sauber, Williams, Renault og Torro Rosso áður en langt um líður. Það á margt eftir að gerast á næstu þremur árum, sem mun auðvelda okkur verkið." Fernandez telur að peningar séu ekki aðalmálið þegar kemur að góðum árangri liðsins. "Toyota varði hundruðum miljóna dala og nái aldrei toppnum. Ég held að mannskapurinn skipti meira máli. Hundruðir miljóna dala þýða ekki 300 miljónir í hraða. Við erum mættir í Formúlu 1 vegna ástríðunnar og á viðskiptalegum grundvelli. Þetta er gott fyrir viðskiptin", sagði Fernandez sem er frá Malasíu. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Tony Fernandes hjá Lotus Formúlu 1 liðinu telur að lið sitt geti orðið meðal fimm fremstu keppnisliðanna innan þriggja ára, en lið hans hefur verið sneggst af nýju liðunum. Jarno Trulli og Heikki Kovalainen aka fyrir Lotus. Lotus var á árum áður sögufrægt keppnislið og nýtt lið var stofnað með sama nafni fyrir þetta tímabil. Tæknistjóri liðsins er Mike Gascoyne og liðið er með aðsetur í Norfolk í Bretlandi og einnig í Kuala Lumpur í Malasíu. "Ég vona að við verðum meðal tíu fremstu á næsta ári og meðal fimm fremstu eftir þrjú ár", sagði Fernandes við Autosport vefsetrið. "Hvað keppnishraða varðar þá erum við ekki svo fjarri. Kovalainen var að elta Nico Hulkenberg, þannig að ég er viss um að við getum náð Sauber, Williams, Renault og Torro Rosso áður en langt um líður. Það á margt eftir að gerast á næstu þremur árum, sem mun auðvelda okkur verkið." Fernandez telur að peningar séu ekki aðalmálið þegar kemur að góðum árangri liðsins. "Toyota varði hundruðum miljóna dala og nái aldrei toppnum. Ég held að mannskapurinn skipti meira máli. Hundruðir miljóna dala þýða ekki 300 miljónir í hraða. Við erum mættir í Formúlu 1 vegna ástríðunnar og á viðskiptalegum grundvelli. Þetta er gott fyrir viðskiptin", sagði Fernandez sem er frá Malasíu.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira