„Við erum að fara upp á herbergi með smá pizzu áður en við förum á æfingu núna í kvöld í Telenor-höllinni," sagði Pétur Örn Guðmundsson söngvari með fangið fullt af pizzum þegar við hittum hann og söngkonurnar Heiðu Ólafs og Ernu Hrönn á Radisson hótelinu í Osló í gærkvöldi.
Þá sendu söngvararnir Íslendingum hlýja Eurovisionkveðju sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.
Hera Björk á rauða dreglinum.