Ráðstjórn sem er Erni Bárði að skapi Brynjólfur Þór Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2010 04:00 Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna. Nú væri gaman að vita hvort Erni Bárði sé eins innanbrjósts um raunveruleg slík brot þegar þau gagnast kirkjunni hans. Tók Örn Bárður, sem um skeið var ritari kristnihátíðarnefndar, sig til dæmis til og mótmælti kristnihátíðinni árið 2000 með þeim orðum að þar væri verið að fagna því að trúfrelsi var afnumið á Íslandi? Steig Örn Bárður þá á stokk og sagði að ekki væri við hæfi að minnast þess með velvilja að fólki var bannað að velja sér eigin trú? Eða er hann fyllilega sáttur við þá miðstýrðu ráðstjórn að einn maður á Alþingi skyldi afnema trúfrelsi og ákveða að allir væru kristnir? Og grætur hann þá ekki við hvert tilefni þegar hann rifjar upp að einn kóngur í Danmörku ákvað rúmu hálfu árþúsundi síðar að Íslendingar skyldu vera mótmælendatrúar en ekki kaþólikkar? Eða er hann hæstánægður með þessa atburði vegna þess að þeir lögðu grunninn að því að snemma á 21. öld er hann prestur í Þjóðkirkju? Trúfélagi sem nýtur opinberrar verndar og fær víðast að valsa um skóla og leikskóla til að boða trú sína, reyna að ná í sálir barnanna á þeim stöðum sem þau eru send til mennta? Og ef Erni Bárði er svona illa við miðstýringu hlýtur hann að vera andvígur því að ríkisvaldið verndi eitt trúfélag, að ríkisvaldið segi þar með að sú trú sé stjórnvöldum þóknanleg og öðrum æðri. Það hlýtur að vera ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hlýtur því að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Örn Bárður hlýtur líka að vera andvígur þeirri miðstýrðu ákvörðun ríkisvaldsins að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nema auðvitað að hann taki framar haginn af því að safna sóknargjöldum þessara barna þegar þau komast á aldur. Eða er allt tal hans bara yfirvarp yfir óhefta hagsmunabaráttu? Örn Bárður er einn þeirra presta sem hafa sýnt sig að skirrast ekki við að fara með ósannindi í umræðunni um hvort stöðva eigi trúboð í skólum eða ekki. Hann segir til dæmis í grein sinni „Bjúgverpill og birtingaráform ráðstjórnar" í þessu blaði 11. nóvember að umorða megi markmið mannréttindaráðs þannig að einangra eigi starf presta við kirkjuhúsin ein. Þetta er rugl og vitleysa. Það er aðeins verið að tala um að trúboð og trúarlegt starf verði ekki stundað í leikskóla- og skólastarfi í borginni. Tillögur ráðsins ganga ekki út á neitt annað. Það veit Örn Bárður hafi hann kynnt sér tillögurnar. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hafnarfirði, laug því blákalt að söfnuði sínum og hlustendum Rásar 1 að húmanistar vildu banna 90 prósentum þjóðarinnar að iðka sína trú. Það er enginn að tala um þetta, það er að segja enginn nema helstu andstæðingar breytinganna. Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði. Og Siðmenntarmaðurinn hlýtur að vera afskaplega ógnvænlegur karakter, þótt ég þekki hann reyndar af góðu einu. Hann hefur í það minnsta talað af meiri virðingu um trú séra Arnar heldur en Örn hefur sjálfur talað um lífsviðhorf okkar sem presturinn kallar þá ómerkilegustu trú sem til sé, trúin á manninn. En komum þá að svarinu við spurningunni fremst í greininni, spurningunni um hversu mikil trúfrelsisást séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju, er í raun og veru. Hvað segir hann um afnám trúfrelsis á Íslandi? Jú, í greininni segir hann: „Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni." Já, nefnilega. Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. En að koma í veg fyrir trúboð hans og trúsystkina hans í skólum, það er stórkostleg aðför að mannréttindum meirihlutans. Örn Bárður: Kanntu annan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna. Nú væri gaman að vita hvort Erni Bárði sé eins innanbrjósts um raunveruleg slík brot þegar þau gagnast kirkjunni hans. Tók Örn Bárður, sem um skeið var ritari kristnihátíðarnefndar, sig til dæmis til og mótmælti kristnihátíðinni árið 2000 með þeim orðum að þar væri verið að fagna því að trúfrelsi var afnumið á Íslandi? Steig Örn Bárður þá á stokk og sagði að ekki væri við hæfi að minnast þess með velvilja að fólki var bannað að velja sér eigin trú? Eða er hann fyllilega sáttur við þá miðstýrðu ráðstjórn að einn maður á Alþingi skyldi afnema trúfrelsi og ákveða að allir væru kristnir? Og grætur hann þá ekki við hvert tilefni þegar hann rifjar upp að einn kóngur í Danmörku ákvað rúmu hálfu árþúsundi síðar að Íslendingar skyldu vera mótmælendatrúar en ekki kaþólikkar? Eða er hann hæstánægður með þessa atburði vegna þess að þeir lögðu grunninn að því að snemma á 21. öld er hann prestur í Þjóðkirkju? Trúfélagi sem nýtur opinberrar verndar og fær víðast að valsa um skóla og leikskóla til að boða trú sína, reyna að ná í sálir barnanna á þeim stöðum sem þau eru send til mennta? Og ef Erni Bárði er svona illa við miðstýringu hlýtur hann að vera andvígur því að ríkisvaldið verndi eitt trúfélag, að ríkisvaldið segi þar með að sú trú sé stjórnvöldum þóknanleg og öðrum æðri. Það hlýtur að vera ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hlýtur því að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Örn Bárður hlýtur líka að vera andvígur þeirri miðstýrðu ákvörðun ríkisvaldsins að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nema auðvitað að hann taki framar haginn af því að safna sóknargjöldum þessara barna þegar þau komast á aldur. Eða er allt tal hans bara yfirvarp yfir óhefta hagsmunabaráttu? Örn Bárður er einn þeirra presta sem hafa sýnt sig að skirrast ekki við að fara með ósannindi í umræðunni um hvort stöðva eigi trúboð í skólum eða ekki. Hann segir til dæmis í grein sinni „Bjúgverpill og birtingaráform ráðstjórnar" í þessu blaði 11. nóvember að umorða megi markmið mannréttindaráðs þannig að einangra eigi starf presta við kirkjuhúsin ein. Þetta er rugl og vitleysa. Það er aðeins verið að tala um að trúboð og trúarlegt starf verði ekki stundað í leikskóla- og skólastarfi í borginni. Tillögur ráðsins ganga ekki út á neitt annað. Það veit Örn Bárður hafi hann kynnt sér tillögurnar. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hafnarfirði, laug því blákalt að söfnuði sínum og hlustendum Rásar 1 að húmanistar vildu banna 90 prósentum þjóðarinnar að iðka sína trú. Það er enginn að tala um þetta, það er að segja enginn nema helstu andstæðingar breytinganna. Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði. Og Siðmenntarmaðurinn hlýtur að vera afskaplega ógnvænlegur karakter, þótt ég þekki hann reyndar af góðu einu. Hann hefur í það minnsta talað af meiri virðingu um trú séra Arnar heldur en Örn hefur sjálfur talað um lífsviðhorf okkar sem presturinn kallar þá ómerkilegustu trú sem til sé, trúin á manninn. En komum þá að svarinu við spurningunni fremst í greininni, spurningunni um hversu mikil trúfrelsisást séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju, er í raun og veru. Hvað segir hann um afnám trúfrelsis á Íslandi? Jú, í greininni segir hann: „Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni." Já, nefnilega. Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. En að koma í veg fyrir trúboð hans og trúsystkina hans í skólum, það er stórkostleg aðför að mannréttindum meirihlutans. Örn Bárður: Kanntu annan?
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun