Tók 80 milljónir út korteri fyrir hrun Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 20. febrúar 2010 18:30 Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Dr. Svafa Grönfeldt hefur gegnt mörgum ábyrgðastöðum í íslensku viðskiptalífi, t.a.m. var hún aðstoðarforstjóri Actavis Group og ein af eigendum Gallup á Íslandi. Fyrir um þremur árum tók hún við starfi rektors Háskólans í Reykjavík en hætti þar fyrir tæpum mánuði. Árið 2007 tók hún sæti í stjórn Landsbankans og sat þar fram að hruni. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók Svafa út 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir hrun. Mun þetta vera í skýrslunni sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um starfsemi bankans dagana og vikurnar fyrir hrun sem var send inn til Fjármálaeftirlitsins. Þar mun mál Svöfu hafa verið til skoðunar auk annarra sem gegndu ábyrgðastöðum fyrir bankann og tóku fé út úr sjóðunum rétt fyrir hrun. Heimildarmenn fréttastofu segja að mál er varði peningamarkaðssjóðina séu ekki jafn rakin innherjamál líkt og sala hlutabréfa. Sjóðirnir hafi verið misjafnlega samansettir en í Svöfu tilfelli fjárfesti sjóðurinn ekki í hlutabréfum fjármálastofnana. Í samtali við fréttastofu sagði Svafa að hún hefði selt hluta af eign sinni í peningamarkaðssjóðnum eftir fall Glitnis. Hún hefði tekið þá ákvörðun, líkt og margir aðrir, vegna þess óróa sem yfirtakan á bankanum hafði skapað. Fjármunirnir hefðu ekki verið færðir úr bankanum og við fall hans hefði hún áfram átt eign í sjóðnum og innistæðu á bankabók. Svafa segist hafa vitneskju fyrir því að hennar persónulegu fjármál hafi ekki verið til sérstakrar rannsóknar og ekkert gefi til kynna að svo verði. Hún segir af og frá að þetta sé ástæða þess að hún sagði upp störfum sem rektor HR. Hennar markmiðum varðandi skólann væri náð og því tími til að hverfa til annarra starfa. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Dr. Svafa Grönfeldt hefur gegnt mörgum ábyrgðastöðum í íslensku viðskiptalífi, t.a.m. var hún aðstoðarforstjóri Actavis Group og ein af eigendum Gallup á Íslandi. Fyrir um þremur árum tók hún við starfi rektors Háskólans í Reykjavík en hætti þar fyrir tæpum mánuði. Árið 2007 tók hún sæti í stjórn Landsbankans og sat þar fram að hruni. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók Svafa út 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir hrun. Mun þetta vera í skýrslunni sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um starfsemi bankans dagana og vikurnar fyrir hrun sem var send inn til Fjármálaeftirlitsins. Þar mun mál Svöfu hafa verið til skoðunar auk annarra sem gegndu ábyrgðastöðum fyrir bankann og tóku fé út úr sjóðunum rétt fyrir hrun. Heimildarmenn fréttastofu segja að mál er varði peningamarkaðssjóðina séu ekki jafn rakin innherjamál líkt og sala hlutabréfa. Sjóðirnir hafi verið misjafnlega samansettir en í Svöfu tilfelli fjárfesti sjóðurinn ekki í hlutabréfum fjármálastofnana. Í samtali við fréttastofu sagði Svafa að hún hefði selt hluta af eign sinni í peningamarkaðssjóðnum eftir fall Glitnis. Hún hefði tekið þá ákvörðun, líkt og margir aðrir, vegna þess óróa sem yfirtakan á bankanum hafði skapað. Fjármunirnir hefðu ekki verið færðir úr bankanum og við fall hans hefði hún áfram átt eign í sjóðnum og innistæðu á bankabók. Svafa segist hafa vitneskju fyrir því að hennar persónulegu fjármál hafi ekki verið til sérstakrar rannsóknar og ekkert gefi til kynna að svo verði. Hún segir af og frá að þetta sé ástæða þess að hún sagði upp störfum sem rektor HR. Hennar markmiðum varðandi skólann væri náð og því tími til að hverfa til annarra starfa.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira