Ekki hyglað að Vettel hjá Red Bull 8. júní 2010 12:02 Sebastian Vettel ræðir við fréttamenn eftir skellinn í Tyrklandi. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel segir að hann fái ekkert umfram Mark Webber, hvorki varðandi búnað né leikplan í mótum hjá Red Bull liðinu. Báðir fái jafna möguleika á því að vinna mót. BBC spurði Vettel um þetta atriði eftir mikla umræðum um frammistöðu hans og Mark Webber í Tyrklandi á dögunum. Þá reyndi Vettel framúrakstur þegar Webber var í fyrsta sæti. "Hvorki ég né Webber erum ökumaður númer eitt hjá liðinu. Við förum í keppni til að finna út hvor er betri og þannig á það að vera. Við fáum jafna möguleika", sagði Vettel í samtali við BBC, en frétt um málið er á autosport.com. Vettel kvaðst ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en er ekkert kappaksfullur að sanna stöðu sína í Kanada um næstu helgi. "Það mátti sjá að ég var ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en núna horfum við fram veginn. Ég þarf ekkert sérstaklega að sanna mig í Kanada. Við stöndum okkur vel á laugardögum og þurfum að bæta stöðuna á sunnudögum. Við munum reyna að ná hámarksárangri á góðum bíl." Vettel viðurkenndi að hafa beygt til hægri inn í hlið Webbers þegar hann reyndi framúraksturinn á Webber og það er í fyrsta skipti sem hann viðurkennir það atriði. "Þetta gerðist hratt. Ég var kominn framúr og reyndi að beygja í rólegheitum til hægri. Ég var kominn í forystu, en forystubíllinn ræður yfirleitt ferðinni. En við skullum skyndilega saman og þetta var búið." Aðspurður um hvor hann myndi keyra á sama hátt, ef sama staða kæmi upp á ný sagði Vettel; "Maður gerir það sem manni finnst rétt á hverjum tíma. Hver sem útkoman er, þá er maður alltaf að læra eitthvað." Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel segir að hann fái ekkert umfram Mark Webber, hvorki varðandi búnað né leikplan í mótum hjá Red Bull liðinu. Báðir fái jafna möguleika á því að vinna mót. BBC spurði Vettel um þetta atriði eftir mikla umræðum um frammistöðu hans og Mark Webber í Tyrklandi á dögunum. Þá reyndi Vettel framúrakstur þegar Webber var í fyrsta sæti. "Hvorki ég né Webber erum ökumaður númer eitt hjá liðinu. Við förum í keppni til að finna út hvor er betri og þannig á það að vera. Við fáum jafna möguleika", sagði Vettel í samtali við BBC, en frétt um málið er á autosport.com. Vettel kvaðst ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en er ekkert kappaksfullur að sanna stöðu sína í Kanada um næstu helgi. "Það mátti sjá að ég var ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en núna horfum við fram veginn. Ég þarf ekkert sérstaklega að sanna mig í Kanada. Við stöndum okkur vel á laugardögum og þurfum að bæta stöðuna á sunnudögum. Við munum reyna að ná hámarksárangri á góðum bíl." Vettel viðurkenndi að hafa beygt til hægri inn í hlið Webbers þegar hann reyndi framúraksturinn á Webber og það er í fyrsta skipti sem hann viðurkennir það atriði. "Þetta gerðist hratt. Ég var kominn framúr og reyndi að beygja í rólegheitum til hægri. Ég var kominn í forystu, en forystubíllinn ræður yfirleitt ferðinni. En við skullum skyndilega saman og þetta var búið." Aðspurður um hvor hann myndi keyra á sama hátt, ef sama staða kæmi upp á ný sagði Vettel; "Maður gerir það sem manni finnst rétt á hverjum tíma. Hver sem útkoman er, þá er maður alltaf að læra eitthvað."
Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira