Enski boltinn

Marseille reyndi að kaupa Drogba frá Chelsea í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/AFP
Franska liðið Marseille hefur skýrt frá því að liðið reyndi að kaupa Didier Drogba, markakóng ensku úrvalsdeildarinnar, frá Chelsea í sumar. Drogba er einn allra besti framherji heims og því vpru engar líkur að Chelsea væri til í að selja hann.

Marseille vann franska meistaratitilinn undir stjórn Didier Deschamps á síðasta tímabili og hann vildi styrkja liðið fyrir átökin í vetur. Þegar félaginu mistókst að kaupa Luis Fabiano frá Sevilla þá reyndu þeir við Drogba.

„Við reyndum meira að segja að kaupa Drogba en það var aldrei raunhæfur möguleiki. Það er nú samt þannig að þú átt aldrei að gefast upp í lífinu," sagði Jean-Claude Dassier, forseti Marseille við franska blaðið L'Equipe.

Chelsea keypti Didier Drogba frá Marseilli árið 2004 fyrir 24 milljónir punda og forseti Marseille útilokar ekki að félagið reyni aftur að kaupa hann til baka í næstu framtíð.

Marseille er í Meistaradeildinni í vetur þar sem liðið er með Chelsea, Spartak Moskvu og Zilina í riðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×