Innlent

Konur í meirihluta þeirra sem missa vinnu

Uppsagnir Alls munu 96 missa vinnuna á St. Jósefsspítala og Sólvangi í Hafnarfirði.Fréttablaðið/Pjetur
Uppsagnir Alls munu 96 missa vinnuna á St. Jósefsspítala og Sólvangi í Hafnarfirði.Fréttablaðið/Pjetur

Starfsfólki hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni fækkar um samtals 456 nái niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Átta af hverjum tíu sem missa vinnuna eru konur, alls 369 starfsmenn.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokks, á Alþingi í gær.

Stöðugildin sem tapast eru talsvert færri, alls 312 talsins, þar af 252 sem mönnuð eru af konum.

Á móti kemur að niðurskurðinum verður mætt með auknum útgjöldum til sjúkraflutninga, heimahjúkrunar og sálfélagslegrar þjónustu við börn og ungmenni. Við það ættu að verða til störf fyrir 63 einstaklinga, alls 50 stöðugildi. Alls verða uppsagnir umfram ráðningar því 393 vegna niðurskurðarins.

Flest störf munu tapast á St. Jósefsspítala og Sólvangi í Hafnarfirði. Þar munu 96 manns í 69 stöðugildum missa vinnuna. Þá munu 78 missa vinnuna á Heilbrigðisstofnun Austurlands, og sami fjöldi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.- bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×