Hvar verða verðmætin til? Ólafur Stephensen skrifar 11. september 2010 06:00 Bót, baráttusamtök gegn fátækt í landinu, hélt fjölmennan fund í Ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni. Þar kom meðal annars fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina að hafa ekki tryggt betur hag bótaþega, aldraðra og öryrkja, sem margir hverjir búa óumdeilanlega við fátækt og eiga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Umræðan um fátækt lendir stundum á villigötum, einkum og sér í lagi þegar farið er að ræða um svokallaða hlutfallslega fátækt, en þá teljast allir fátækir sem eru með minna en t.d. helming af miðgildi tekna í landinu. Eðli málsins samkvæmt er aldrei hægt að útrýma fátækt sem er skilgreind svona, sama hversu rík þjóðin verður. Nær er að horfa á hvað fólk þarf sér til lífsviðurværis og reyna að miða lágmarksbætur við það. Guðbjartur Hannesson, verðandi velferðarráðherra, kom inn á þetta í viðtali hér í blaðinu fyrir réttri viku og sagði að setja þyrfti markmið um að tryggja öllum lágmarksframfærslu, þannig væri hægt að eyða fátækt. Ráðherrann benti hins vegar réttilega á að það væri ekki einfalt að finna einn framfærslugrunn, því að fólk lifði mjög ólíku lífi. Guðbjartur sagði að þetta hefði í raun verið gert þegar lágmarksbætur öryrkja voru settar í 180 þúsund krónur, sem væri fyrir ofan bæði atvinnuleysisbætur og lægstu laun. Það telja margir öryrkjar samt augljóslega ekki nóg og á borgarafundinum voru nefnd mörg dæmi af fólki, sem aðeins á fáeina tugi þúsunda eftir þegar greidd hefur verið húsaleiga og önnur föst útgjöld á mánuði. Núverandi ríkisstjórn kallar sig stundum norræna velferðarstjórn. Meðal annars með vísan til þess er hún gagnrýnd fyrir að hafa ekki tryggt hag aldraðra og öryrkja og séð til þess að lægstu laun dugi fólki til framfærslu. En hvar á að finna peningana? Ríkissjóður er rekinn með gífurlegum halla og mörg fyrirtæki í landinu eru í mjög erfiðri stöðu og hafa takmarkaða möguleika á að borga hærri laun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, skrifaði áhugaverða grein í Fréttablaðið í vikunni, þar sem hann segir að í samanburði Íslands við önnur norræn ríki sé oft einblínt á velferðarkerfið og málaflokka, sem tengjast því. „Sjaldnar er talað um að Norðurlöndin byggja í raun á tveimur stoðum, annars vegar á velferðarkerfinu og hins vegar á vel skipulögðum og öguðum markaðsbúskap sem er aflvélin sem knýr áfram velferðarkerfið," skrifar Þórður. Hann bendir á að Ísland sé á eftir frændþjóðunum í þessum efnum. Pólitísk afskipti af markaðnum leiði til sérlausna og jafnvel upptöku samninga, sem gerðir hafi verið í góðri trú. Ráðamenn þvælist fyrir fjárfestingum, til dæmis Magma-málinu og Helguvíkurverkefninu. Sjávarútvegurinn sé í óvissu vegna endurskoðunar kvótakerfisins. Gífurleg höft séu á erlendum fjárfestingum og eingöngu meiri í Kína af 48 löndum, sem voru skoðuð í nýlegri úttekt OECD. Þetta mætti „norræna velferðarstjórnin" gjarnan hafa í huga þegar hún útlistar markmið sín um að eyða fátækt í landinu. Hvorki laun né bætur munu hækka án þess að hér sé öflugur einkageiri sem býr við agað rekstrarumhverfi. Þaðan koma verðmætin til að útrýma fátækt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Bót, baráttusamtök gegn fátækt í landinu, hélt fjölmennan fund í Ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni. Þar kom meðal annars fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina að hafa ekki tryggt betur hag bótaþega, aldraðra og öryrkja, sem margir hverjir búa óumdeilanlega við fátækt og eiga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Umræðan um fátækt lendir stundum á villigötum, einkum og sér í lagi þegar farið er að ræða um svokallaða hlutfallslega fátækt, en þá teljast allir fátækir sem eru með minna en t.d. helming af miðgildi tekna í landinu. Eðli málsins samkvæmt er aldrei hægt að útrýma fátækt sem er skilgreind svona, sama hversu rík þjóðin verður. Nær er að horfa á hvað fólk þarf sér til lífsviðurværis og reyna að miða lágmarksbætur við það. Guðbjartur Hannesson, verðandi velferðarráðherra, kom inn á þetta í viðtali hér í blaðinu fyrir réttri viku og sagði að setja þyrfti markmið um að tryggja öllum lágmarksframfærslu, þannig væri hægt að eyða fátækt. Ráðherrann benti hins vegar réttilega á að það væri ekki einfalt að finna einn framfærslugrunn, því að fólk lifði mjög ólíku lífi. Guðbjartur sagði að þetta hefði í raun verið gert þegar lágmarksbætur öryrkja voru settar í 180 þúsund krónur, sem væri fyrir ofan bæði atvinnuleysisbætur og lægstu laun. Það telja margir öryrkjar samt augljóslega ekki nóg og á borgarafundinum voru nefnd mörg dæmi af fólki, sem aðeins á fáeina tugi þúsunda eftir þegar greidd hefur verið húsaleiga og önnur föst útgjöld á mánuði. Núverandi ríkisstjórn kallar sig stundum norræna velferðarstjórn. Meðal annars með vísan til þess er hún gagnrýnd fyrir að hafa ekki tryggt hag aldraðra og öryrkja og séð til þess að lægstu laun dugi fólki til framfærslu. En hvar á að finna peningana? Ríkissjóður er rekinn með gífurlegum halla og mörg fyrirtæki í landinu eru í mjög erfiðri stöðu og hafa takmarkaða möguleika á að borga hærri laun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, skrifaði áhugaverða grein í Fréttablaðið í vikunni, þar sem hann segir að í samanburði Íslands við önnur norræn ríki sé oft einblínt á velferðarkerfið og málaflokka, sem tengjast því. „Sjaldnar er talað um að Norðurlöndin byggja í raun á tveimur stoðum, annars vegar á velferðarkerfinu og hins vegar á vel skipulögðum og öguðum markaðsbúskap sem er aflvélin sem knýr áfram velferðarkerfið," skrifar Þórður. Hann bendir á að Ísland sé á eftir frændþjóðunum í þessum efnum. Pólitísk afskipti af markaðnum leiði til sérlausna og jafnvel upptöku samninga, sem gerðir hafi verið í góðri trú. Ráðamenn þvælist fyrir fjárfestingum, til dæmis Magma-málinu og Helguvíkurverkefninu. Sjávarútvegurinn sé í óvissu vegna endurskoðunar kvótakerfisins. Gífurleg höft séu á erlendum fjárfestingum og eingöngu meiri í Kína af 48 löndum, sem voru skoðuð í nýlegri úttekt OECD. Þetta mætti „norræna velferðarstjórnin" gjarnan hafa í huga þegar hún útlistar markmið sín um að eyða fátækt í landinu. Hvorki laun né bætur munu hækka án þess að hér sé öflugur einkageiri sem býr við agað rekstrarumhverfi. Þaðan koma verðmætin til að útrýma fátækt.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun