Vill að sérsveitin fái að beita rafbyssum 3. desember 2010 05:45 Lögreglumaður Fái íslenska sérsveitin að bera rafbyssur við skyldustörf mun hún feta í fótspor hollenskra sérsveitarmanna, en tilraun þeirra með notkun vopnanna hefur staðið frá því á síðasta ári, þegar þessi mynd var tekin.Nordicphotos/AFP Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. Alls voru 108 ofbeldisbrot framin gegn lögreglumönnum á síðasta ári. Fram kemur í skýrslunni að heldur hafi dregið úr fjölda brota af þessu tagi. Árið 2008 voru brotin 118 talsins, og 120 árið 2007. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að á Norðurlöndunum hafi aðeins lögreglan í Finnlandi tekið upp notkun á rafbyssum. Í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem rafbyssur hafa verið hvað mest notaðar, hafa tæplega 300 látist af þeirra völdum. „Sé tekið mið af þessum þáttum og því að brotum hefur ekki fjölgað umtalsvert á Íslandi, fækkað ef eitthvað er, þá er það mat ríkislögreglustjóra að slík tæki eigi ekki að taka í almenna notkun á Íslandi. Hins vegar sé vert að kanna hvort sérsveitin eigi að prófa frekar þessi tæki og hafa sem hluta af sínum staðalbúnaði tímabundið,“ segir í skýrslunni. Verði almennum lögreglumönnum heimilað að bera rafbyssur og beita þeim gæti það leitt til þess að byssurnar yrðu notaðar sem tæki til að kalla fram hlýðni fólks, líkt og reynsla Bandaríkjamanna hefur leitt í ljós, segir í skýrslunni. „Slíkt myndi leiða til lakara trausts til lögreglunnar og gera henni þar með erfiðara fyrir við að leysa þau verkefni sem henni er ætlað í samfélaginu,“ segir þar. Ríkislögreglustjóri telur ekki þörf á að breyta reglum um búnað lögreglumanna til að þeir geti borið rafbyssur og beitt þeim. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. Alls voru 108 ofbeldisbrot framin gegn lögreglumönnum á síðasta ári. Fram kemur í skýrslunni að heldur hafi dregið úr fjölda brota af þessu tagi. Árið 2008 voru brotin 118 talsins, og 120 árið 2007. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að á Norðurlöndunum hafi aðeins lögreglan í Finnlandi tekið upp notkun á rafbyssum. Í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem rafbyssur hafa verið hvað mest notaðar, hafa tæplega 300 látist af þeirra völdum. „Sé tekið mið af þessum þáttum og því að brotum hefur ekki fjölgað umtalsvert á Íslandi, fækkað ef eitthvað er, þá er það mat ríkislögreglustjóra að slík tæki eigi ekki að taka í almenna notkun á Íslandi. Hins vegar sé vert að kanna hvort sérsveitin eigi að prófa frekar þessi tæki og hafa sem hluta af sínum staðalbúnaði tímabundið,“ segir í skýrslunni. Verði almennum lögreglumönnum heimilað að bera rafbyssur og beita þeim gæti það leitt til þess að byssurnar yrðu notaðar sem tæki til að kalla fram hlýðni fólks, líkt og reynsla Bandaríkjamanna hefur leitt í ljós, segir í skýrslunni. „Slíkt myndi leiða til lakara trausts til lögreglunnar og gera henni þar með erfiðara fyrir við að leysa þau verkefni sem henni er ætlað í samfélaginu,“ segir þar. Ríkislögreglustjóri telur ekki þörf á að breyta reglum um búnað lögreglumanna til að þeir geti borið rafbyssur og beitt þeim. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira