Viðskipti erlent

Ljósmyndaplötur keyptar fyrir smáaura reyndust 24 milljarða virði

Ljósmyndaplötur úr gleri sem keyptar voru á skransölu fyrir 45 dollara er nú taldar vera 200 milljóna dollara eða 24 milljarða króna virði.

Í ljós hefur komið að plöturnar sem eru 65 talsins voru verk hins heimsþekkta ljósmyndara Ansel Adams.

Núverandi eigandi þessara dýrgripa keypti þær af manni árið 2000 en seljandinn sagðist hafa keypt þær fyrir 45 dollara á skransölu í vöruhúsi í Los Angeles á fimmta áratugnum.

Ansel Adams var einn best þekkti ljósmyndari heimsins á millistríðsárunum og er m.a. þekktur fyrir einstakar myndir sínar úr Yosemite þjóðgarðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×