Ríkið gæti komið út í plús af siglingunum 17. ágúst 2010 04:45 Vestmannaeyjar Samkvæmt samkomulagi Eimskipa og ríkisins getur skipafélagið ekki tapað á siglingunum til Eyja. Þetta samkomulag er þáttur í „opinni bók“, þar sem öll rekstrargögn verða gerð opinber ríkinu, til að auðvelda útboð seinna meir. Fréttablaðið/arnþór Þrátt fyrir að áætlaður árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við siglingar milli lands og Vestmannaeyja aukist með nýrri Landeyjahöfn er ekki loku fyrir það skotið að heildarkostnaður lækki, því ríkisstyrkir vegna áætlanaflugs til Eyja hafa verið aflagðir. Áætlaður kostnaður af siglingunum er 450 til 500 milljónir, en var í fyrra 400 milljónir, þótt þá hafi bæst við ófyrirséður kostnaður upp á 81 milljón, að sögn Kristínar H. Sigurbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Vegagerðinni. Miðað við þetta eykst kostnaður um 12,5 til 25 prósent milli ára. Á móti kemur að 130 milljónir, kostnaður stofnunarinnar vegna niðurgreiðslu flugmiða, sparast. Því gæti ríkið komið út í plús í það minnsta ef ekkert óvænt kemur upp á. „Það er gert ráð fyrir að greiða þurfi meira með nýju leiðinni, fyrst og fremst vegna þess að miðaverð er lægra,“ segir Kristín, og tekur þar undir með samgönguráðherra. Hún útskýrir lækkun fargjaldsins, úr 2.660 krónum í 1.000, með mun styttri siglingaleið. Einnig séu rútuferðir til Landeyjahafnar lengri og dýrari en til Þorlákshafnar og því meiri kostnaður fyrir vegfarendur af þeim, segir Kristín. En hvers vegna miðast fargjald ekki við raunverulegan kostnað? „Það er verið að niðurgreiða allar almenningssamgöngur af því að þær bera sig ekki. Það er pólitísk ákvörðun. Við reynum að hækka verð og lækka gjaldskrár til að draga úr kostnaði ríkisins, en það er auðvitað ekki vinsælt hjá notendum,“ segir hún. Miðað við hvernig gengið hefur í sumar að selja miðana er ólíklegt, að mati Kristínar, að kostnaðurinn aukist um fjórðung, eins og efri mörk áætlunarinnar segja til um. „Nei, sem betur fer gengur þetta betur en við þorðum að vona,“ segir hún, en tugir þúsunda hafa farið með Herjólfi síðan Landeyjahöfn var tekin í gagnið. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Sjá meira
Þrátt fyrir að áætlaður árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við siglingar milli lands og Vestmannaeyja aukist með nýrri Landeyjahöfn er ekki loku fyrir það skotið að heildarkostnaður lækki, því ríkisstyrkir vegna áætlanaflugs til Eyja hafa verið aflagðir. Áætlaður kostnaður af siglingunum er 450 til 500 milljónir, en var í fyrra 400 milljónir, þótt þá hafi bæst við ófyrirséður kostnaður upp á 81 milljón, að sögn Kristínar H. Sigurbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Vegagerðinni. Miðað við þetta eykst kostnaður um 12,5 til 25 prósent milli ára. Á móti kemur að 130 milljónir, kostnaður stofnunarinnar vegna niðurgreiðslu flugmiða, sparast. Því gæti ríkið komið út í plús í það minnsta ef ekkert óvænt kemur upp á. „Það er gert ráð fyrir að greiða þurfi meira með nýju leiðinni, fyrst og fremst vegna þess að miðaverð er lægra,“ segir Kristín, og tekur þar undir með samgönguráðherra. Hún útskýrir lækkun fargjaldsins, úr 2.660 krónum í 1.000, með mun styttri siglingaleið. Einnig séu rútuferðir til Landeyjahafnar lengri og dýrari en til Þorlákshafnar og því meiri kostnaður fyrir vegfarendur af þeim, segir Kristín. En hvers vegna miðast fargjald ekki við raunverulegan kostnað? „Það er verið að niðurgreiða allar almenningssamgöngur af því að þær bera sig ekki. Það er pólitísk ákvörðun. Við reynum að hækka verð og lækka gjaldskrár til að draga úr kostnaði ríkisins, en það er auðvitað ekki vinsælt hjá notendum,“ segir hún. Miðað við hvernig gengið hefur í sumar að selja miðana er ólíklegt, að mati Kristínar, að kostnaðurinn aukist um fjórðung, eins og efri mörk áætlunarinnar segja til um. „Nei, sem betur fer gengur þetta betur en við þorðum að vona,“ segir hún, en tugir þúsunda hafa farið með Herjólfi síðan Landeyjahöfn var tekin í gagnið. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent