Lífið

Bræðurnir frá Kópaskeri komu vel út í Jay Leno

Þrír bræður frá Kópaskeri gerðu allt vitlaust á Netinu á Íslandi með þorrablótsmyndbandi sínu. Myndbandið rataði síðan til Bandaríkjanna og var það sýnt í þætti spjallþáttakonungsins Jay Leno á þriðjudag.

Jay sýndi myndbandið þeirra og bjó til nýjan dagskrárlið fyrir það sem hann kallaði "With friends like these ..." eða "Með slíka vini ..." en botn þeirrar setningar er auðvitað "... hver þarf óvini?".

Ísland í dag sló í gær á þráðinn til Ólafs Jóns Gunnarssonar, fórnarlambs hrekksins í myndbandinu. Hann var vitanlega brattur með birtinguna.



„Við héldum að öll lætin út af myndbandinu væru búin og þá er það allt í einu komið til Bandaríkjanna. Ég bjóst aldrei við því," sagði Óli sem er ekki alveg búinn að fyrirgefa hrekkinn.

„Svona nokkurn veginn. Ég á eftir að hefna mín einhvern veginn. Þeir fá að kenna á því þegar þeir síst búast við því."

Viðtalið við Óla og hrekkinn í Jay Leno má sjá í innslagi Íslands í dag hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×