Innlent

Vangaveltur um túlkun eins ákvæðis

Sigríður Friðjónsdóttir Saksóknari Alþingis fékk frumvarp Alþingis um breytingar á lögum um landsdóm ekki til umsagnar og átti engin samskipti við forseta landsdóms vegna frumvarpsins.
Sigríður Friðjónsdóttir Saksóknari Alþingis fékk frumvarp Alþingis um breytingar á lögum um landsdóm ekki til umsagnar og átti engin samskipti við forseta landsdóms vegna frumvarpsins.

Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fékk ekki frumvarp til breytinga á lögum um landsdóm til umsagnar og átti engin samskipti við forseta dómsins vegar frumvarpsins.

Þetta segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér í gær í tilefni af umfjöllun og bréfum Geirs H. Haarde um málið.

Sigríður getur þess hins vegar að 4. nóvember hafi skrifstofustjóri í dómsmála- og mannaréttindaráðuneytinu hringt í hana til að ræða eitt ákvæði frumvarpsins, sem reyndist vera 3. grein þess.

„Vegna aðstæðna gat ég ekki rætt þetta í síma og úr varð að viðkomandi sendi tölvupóst sem ég svaraði s.d. Í þeim tölvupóstsamskiptum koma fram vangaveltur okkar um túlkun þessa eina ákvæðis. Frumvarpið í heild sinni sá ég ekki fyrr en það var komið inn á vef Alþingis,“ segir Sigríður í yfirlýsingunni.

Umrætt ákvæði í frumvarpinu er svohljóðandi: „Ef kveða þarf upp úrskurð um rannsóknaraðgerðir eða um atriði varðandi rekstur máls skal forseti dómsins kveðja til tvo aðra úr röðum hinna löglærðu dómara til að standa að því með sér.“- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×