Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur í einliðaleik á Iceland Internationalmótinu í dag. Þetta er í fjórða sinn sem hún vinnur þetta mót.
Ragna mætti Anitu Raj Kaur í úrslitaleiknum og vann í tveimur lotum, 21-17 og 21-18.
Ragna var lengi vel undir í fyrstu lotu en kom til baka og vann. Í seinni lotunni var Ragna lengst af yfir og vann verðskuldað.