Lyn gjaldþrota - Arnar Darri til Sönderjyske Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2010 09:15 Arnar Darri Pétursson. Norska knattspyrnuliðið Lyn var í gær tekið til gjaldþrotaskipta og hefur markvörðurinn Arnar Darri Pétursson þegar fundið sér nýtt lið. Lyn féll úr norsku úrvalsdeildinni síðastliðið vor en félagið hefur átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skuldastaða liðsins var orðin það slæm að félagið var lýst gjaldþrota í gær. Arnar Darri Pétursson hefur verið aðalamarkvörður liðsins á tímabilinu og alls fimmtán leiki að baki, þar af fimm í efstu deild í Noregi. Hann er nítján ára gamall og gekk í raðir Lyn árið 2008. Hann hefur leikið ellefu sinnum með yngri landsliðum Íslands. Þar sem Lyn var lýst gjaldþrota í gær var Arnar Darri laus allra mála og gat því samið við nýtt félag strax í dag. Hann hefur æft með danska úrvalsdeildarfélaginu SönderjyskE síðastliðnar tvær vikur og hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Arnar er hæfileikaríkur markvörður og væntum við mikils af honum í framtíðinni," er haft eftir Klaus Rasmussen, einn forráðamanna SönderjyskE, á heimasíðu félagsins. „Við höfum góða greinslu af því að vera með íslenska leikmenn í okkar liði og hann og Nathan Coe munu mynda sterkt markvarðapar hjá liðinu." Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason er einnig á mála hjá SönderjyskE en í síðasta mánuði var Sölvi Geir Ottesen seldur þaðan til FC Kaupmannahafnar. Með gjaldþrotinu var Lyn dæmt niður í 8. deild í Noregi en liðið var í neðsta sæti 1. deildarinnar með átta stig eftir sextán leiki. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Norska knattspyrnuliðið Lyn var í gær tekið til gjaldþrotaskipta og hefur markvörðurinn Arnar Darri Pétursson þegar fundið sér nýtt lið. Lyn féll úr norsku úrvalsdeildinni síðastliðið vor en félagið hefur átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skuldastaða liðsins var orðin það slæm að félagið var lýst gjaldþrota í gær. Arnar Darri Pétursson hefur verið aðalamarkvörður liðsins á tímabilinu og alls fimmtán leiki að baki, þar af fimm í efstu deild í Noregi. Hann er nítján ára gamall og gekk í raðir Lyn árið 2008. Hann hefur leikið ellefu sinnum með yngri landsliðum Íslands. Þar sem Lyn var lýst gjaldþrota í gær var Arnar Darri laus allra mála og gat því samið við nýtt félag strax í dag. Hann hefur æft með danska úrvalsdeildarfélaginu SönderjyskE síðastliðnar tvær vikur og hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Arnar er hæfileikaríkur markvörður og væntum við mikils af honum í framtíðinni," er haft eftir Klaus Rasmussen, einn forráðamanna SönderjyskE, á heimasíðu félagsins. „Við höfum góða greinslu af því að vera með íslenska leikmenn í okkar liði og hann og Nathan Coe munu mynda sterkt markvarðapar hjá liðinu." Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason er einnig á mála hjá SönderjyskE en í síðasta mánuði var Sölvi Geir Ottesen seldur þaðan til FC Kaupmannahafnar. Með gjaldþrotinu var Lyn dæmt niður í 8. deild í Noregi en liðið var í neðsta sæti 1. deildarinnar með átta stig eftir sextán leiki.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira