Með fjögur kíló af amfetamíni Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 15. mars 2010 06:30 Í fangelsi Annar maðurinn situr á Litla-Hrauni, hinn í Kópavogsfangelsi. Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir að standa saman að innflutningi á tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Þeir ætluðu að selja efnið hér á landi. Mennirnir sem báðir sitja inni eru um fertugt. Þeir fluttu fíkniefnin til Íslands frá Rotterdam í Hollandi með flutningaskipinu Arnarfelli sem kom til landsins þriðjudaginn 12. janúar. Mennirnir hittust í nokkur skipti í Reykjavík á seinni hluta ársins 2009. Skipulögðu þeir þá innflutning efnanna. Garðar Héðinn Sigurðsson tók við fíkniefnunum 4. janúar í Breda í Hollandi og hafði þau í vörslu sinni þar til hann flutti þau til Rotterdam þar sem hann afhenti Jónþóri Þórissyni þau daginn eftir. Garðar Héðinn lét Jónþór síðan fá rúmlega 400 þúsund sem greiðslu vegna innflutningsins. Jónþór sótti fíkniefnin um borð miðvikudaginn 13. janúar. Fundust þau skömmu síðar innanklæða á honum þar sem hann var staddur við athafnasvæði Samskipa í Sundahöfn í Reykjavík. Eftir að lögregla lagði hald á fíkniefnin var gerviefnum komið fyrir í stað þeirra og að beiðni lögreglu afhenti Jónþór samstarfsmanninum Garðari Héðni gerviefnin eins og til hafði staðið. Dómsmál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir að standa saman að innflutningi á tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Þeir ætluðu að selja efnið hér á landi. Mennirnir sem báðir sitja inni eru um fertugt. Þeir fluttu fíkniefnin til Íslands frá Rotterdam í Hollandi með flutningaskipinu Arnarfelli sem kom til landsins þriðjudaginn 12. janúar. Mennirnir hittust í nokkur skipti í Reykjavík á seinni hluta ársins 2009. Skipulögðu þeir þá innflutning efnanna. Garðar Héðinn Sigurðsson tók við fíkniefnunum 4. janúar í Breda í Hollandi og hafði þau í vörslu sinni þar til hann flutti þau til Rotterdam þar sem hann afhenti Jónþóri Þórissyni þau daginn eftir. Garðar Héðinn lét Jónþór síðan fá rúmlega 400 þúsund sem greiðslu vegna innflutningsins. Jónþór sótti fíkniefnin um borð miðvikudaginn 13. janúar. Fundust þau skömmu síðar innanklæða á honum þar sem hann var staddur við athafnasvæði Samskipa í Sundahöfn í Reykjavík. Eftir að lögregla lagði hald á fíkniefnin var gerviefnum komið fyrir í stað þeirra og að beiðni lögreglu afhenti Jónþór samstarfsmanninum Garðari Héðni gerviefnin eins og til hafði staðið.
Dómsmál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira