Birna: Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 12:00 Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins. Mynd/Stefán Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Birna hefur hinsvegar þurft að sætta sig við fjögur silfur í síðustu fimm ferðum sínum í Höllina. „Eigum við ekki bara að stefna að því að breyta þessum tapleikjum í sigur. Þessir tapleikir sitja samt ekkert í okkur því þetta er önnur keppni, annað ár og annar leikur. Þetta verður bara mjög skemmtilegt," segir Birna Valgarðsdóttir og það er engin ástæða fyrir hana en að vera jákvæð enda Keflavíkurliðið að spila mjög vel þessa dagana. „Við erum búnar að spila eins og lið undanfarið og ég vona að við höldum því bara áfram. Stelpurnar vita sín hlutverk í liðinu núna og það eru allar mjög sáttir með það. Við erum mjög glaðar," segir Birna. „Við vorum að reyna alltof mikið sjálfar í upphafi tímabilsins. Nú er meira flæði á boltanum hjá okkur og allir eru glaðir og kátir. Þá er þetta mun auðveldara," segir Birna. Birna átti flottan leik þegar Keflavík vann tuttugu stiga sigur á Haukum í janúar en hún var þá með 19 stig og 8 stoðsendingar. „Þessi stórsigur okkar á þeim um daginn hefur ekkert að segja á laugardaginn. Þær koma dýrvitlausar til leiks ef ég þekki þær rétt og þetta verður hörkuleikur," segir Birna. Birna segir að Haukarnir séu með sterkt lið og nefnir þar sérstaklega bandaríska bakvörðinn Heather Ezell. „Þær eru með hörkulið. Þær eru með þvílíkt öflugan kana og svo hafa þær Rögnu Margréti og Thelmu sem taka öll fráköst sem eru í boði. Þá erum síðan búnar að fá þriggja stiga skyttu og svo eru hinir leikmennirnir mjög öflugir líka. Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu," segir Birna. Keflavík tapaði með 16 stigum á móti KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra þrátt fyrir að vera taldar vera sigurstranglegar fyrir leikinn. „Við vorum hræddar við að tapa. Við vorum bara skíthræddar en nú ætlum við bara að leggja áherslu á það að spila vörn og hafa gaman," segir Birna sem er bjartsýn. „Ef við spilum okkar leik eins og við höfum verið að gera þá erum við í góðum málum. Þetta er samt bikarleikur og það getur allt gerst. Við þurfum að halda haus og megum ekki vera að vanmeta eitt eða neitt," segir Birna að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Birna hefur hinsvegar þurft að sætta sig við fjögur silfur í síðustu fimm ferðum sínum í Höllina. „Eigum við ekki bara að stefna að því að breyta þessum tapleikjum í sigur. Þessir tapleikir sitja samt ekkert í okkur því þetta er önnur keppni, annað ár og annar leikur. Þetta verður bara mjög skemmtilegt," segir Birna Valgarðsdóttir og það er engin ástæða fyrir hana en að vera jákvæð enda Keflavíkurliðið að spila mjög vel þessa dagana. „Við erum búnar að spila eins og lið undanfarið og ég vona að við höldum því bara áfram. Stelpurnar vita sín hlutverk í liðinu núna og það eru allar mjög sáttir með það. Við erum mjög glaðar," segir Birna. „Við vorum að reyna alltof mikið sjálfar í upphafi tímabilsins. Nú er meira flæði á boltanum hjá okkur og allir eru glaðir og kátir. Þá er þetta mun auðveldara," segir Birna. Birna átti flottan leik þegar Keflavík vann tuttugu stiga sigur á Haukum í janúar en hún var þá með 19 stig og 8 stoðsendingar. „Þessi stórsigur okkar á þeim um daginn hefur ekkert að segja á laugardaginn. Þær koma dýrvitlausar til leiks ef ég þekki þær rétt og þetta verður hörkuleikur," segir Birna. Birna segir að Haukarnir séu með sterkt lið og nefnir þar sérstaklega bandaríska bakvörðinn Heather Ezell. „Þær eru með hörkulið. Þær eru með þvílíkt öflugan kana og svo hafa þær Rögnu Margréti og Thelmu sem taka öll fráköst sem eru í boði. Þá erum síðan búnar að fá þriggja stiga skyttu og svo eru hinir leikmennirnir mjög öflugir líka. Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu," segir Birna. Keflavík tapaði með 16 stigum á móti KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra þrátt fyrir að vera taldar vera sigurstranglegar fyrir leikinn. „Við vorum hræddar við að tapa. Við vorum bara skíthræddar en nú ætlum við bara að leggja áherslu á það að spila vörn og hafa gaman," segir Birna sem er bjartsýn. „Ef við spilum okkar leik eins og við höfum verið að gera þá erum við í góðum málum. Þetta er samt bikarleikur og það getur allt gerst. Við þurfum að halda haus og megum ekki vera að vanmeta eitt eða neitt," segir Birna að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira