Ítalinn Alberto Aquilani virðist vera búinn að gefast upp á ferli sínum hjá Liverpool. Hann segist vera kominn til Juventus til þess að vera þar áfram þó svo hann sé aðeins á lánssamningi hjá félaginu sem stendur.
"Það var frábær reynsla að fara til Englands en ég er kominn til að vera. Það var erfitt að fara frá Roma á sínum tíma en það hjálpaði fjárhag félagsins," sagði Aquilani.
"Ég er atvinnumaður og það er stórt skref fyrir mig að koma til Juventus. Það mun hjálpa mér að komast aftur í landsliðið að fá að spila hér. Við höfum mikinn metnað hjá þessu félagi og munum gera okkar besta til þess að vinna titilinn."