Webber ánægður, en liðsskipti möguleg 25. maí 2010 10:49 Prins Albert afhendir mark Webber sigurlaunin í Mónakó, en Jackie Stewart fyrrum Formúlu 1 kappi fylgist með. Mynd: Getty Images Mark Webber sem hefur verið í essinu sínu í síðustu tveimur mótum segist ánægður hjá Red Bull sem hefur verið á sigurbraut í ár og leiða bæði meistaramót bílasmiða og ökumanna með Webber og Sebastian Vettel. Í frétt á autosport.com segir að hann haldi möguleikanum á ganga til liðs við annað lið opnum. Hann ræddi þetta í viðtali við The Mail on Sunday. "Ég hef nýverið unnið tvö mót með Red Bull og fólk er að spyrja mig hvað ég aki á næsta ári. Ég er náinn Red Bull og við höfum gengið í gegnum margt saman og samskiptin eru góð. En hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa og maður veit aldrei hvað gerist handan við hornið", sagði Webber. "Í augnablikinu er ég aðeins að hugsa um næsta mót, í Tyrklandi um næstu helgi. Annað sér um sig sjálft. Það eru hundruðir stiga í boði og ég er að einbeita mér að verkefninu. Ég geri ráð fyrir að staða mála verði ljósari eftir sex vikur eða þar um bil. En það sem er mest um vert er að ég hef mikla löngum sem keyrir mig áfram." Webber var mjög ánægður með sigurinn í Mónakó á dögunum og sigurinn hafði mikil áhrifa á hann, enda um sögufræga keppni að ræða sem allir Formúlu 1 ökumenn virðast þrá að vinna. "Það virðast margir fylgjast með Mónakó. Fyrir nokkrum vikum voru allir að tala um draumalið McLaren eða Michael Schumacher og hvað þeir væru að gera. En ég er ekkert að missa mig. Mér varð ljóst þegar ég snæddi með prinsinum (Albert eftir keppni) að ég er hluti af sögunni. Ég mun aldrei gleyma magnaðri flugeldasýningu í kjölfarið og þetta var góður endir á dramatískri viku." "Ég keyrði brautina á ný á götubíl, til að sjá ummerkin eftir mótið. Ég var svo þaninn þegar ég keppti! Ég er ekki fyrir frægð mé frama, en ég veit hvað er mikið mál að vinna Mónakó. Ein mistök og allt er farið fyrir bí. Mig langaði að skoða brautina aftur á mándeginum...", sagði Webber, hógvær og hugprúður sem fyrr. Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mark Webber sem hefur verið í essinu sínu í síðustu tveimur mótum segist ánægður hjá Red Bull sem hefur verið á sigurbraut í ár og leiða bæði meistaramót bílasmiða og ökumanna með Webber og Sebastian Vettel. Í frétt á autosport.com segir að hann haldi möguleikanum á ganga til liðs við annað lið opnum. Hann ræddi þetta í viðtali við The Mail on Sunday. "Ég hef nýverið unnið tvö mót með Red Bull og fólk er að spyrja mig hvað ég aki á næsta ári. Ég er náinn Red Bull og við höfum gengið í gegnum margt saman og samskiptin eru góð. En hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa og maður veit aldrei hvað gerist handan við hornið", sagði Webber. "Í augnablikinu er ég aðeins að hugsa um næsta mót, í Tyrklandi um næstu helgi. Annað sér um sig sjálft. Það eru hundruðir stiga í boði og ég er að einbeita mér að verkefninu. Ég geri ráð fyrir að staða mála verði ljósari eftir sex vikur eða þar um bil. En það sem er mest um vert er að ég hef mikla löngum sem keyrir mig áfram." Webber var mjög ánægður með sigurinn í Mónakó á dögunum og sigurinn hafði mikil áhrifa á hann, enda um sögufræga keppni að ræða sem allir Formúlu 1 ökumenn virðast þrá að vinna. "Það virðast margir fylgjast með Mónakó. Fyrir nokkrum vikum voru allir að tala um draumalið McLaren eða Michael Schumacher og hvað þeir væru að gera. En ég er ekkert að missa mig. Mér varð ljóst þegar ég snæddi með prinsinum (Albert eftir keppni) að ég er hluti af sögunni. Ég mun aldrei gleyma magnaðri flugeldasýningu í kjölfarið og þetta var góður endir á dramatískri viku." "Ég keyrði brautina á ný á götubíl, til að sjá ummerkin eftir mótið. Ég var svo þaninn þegar ég keppti! Ég er ekki fyrir frægð mé frama, en ég veit hvað er mikið mál að vinna Mónakó. Ein mistök og allt er farið fyrir bí. Mig langaði að skoða brautina aftur á mándeginum...", sagði Webber, hógvær og hugprúður sem fyrr.
Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira