Webber ánægður, en liðsskipti möguleg 25. maí 2010 10:49 Prins Albert afhendir mark Webber sigurlaunin í Mónakó, en Jackie Stewart fyrrum Formúlu 1 kappi fylgist með. Mynd: Getty Images Mark Webber sem hefur verið í essinu sínu í síðustu tveimur mótum segist ánægður hjá Red Bull sem hefur verið á sigurbraut í ár og leiða bæði meistaramót bílasmiða og ökumanna með Webber og Sebastian Vettel. Í frétt á autosport.com segir að hann haldi möguleikanum á ganga til liðs við annað lið opnum. Hann ræddi þetta í viðtali við The Mail on Sunday. "Ég hef nýverið unnið tvö mót með Red Bull og fólk er að spyrja mig hvað ég aki á næsta ári. Ég er náinn Red Bull og við höfum gengið í gegnum margt saman og samskiptin eru góð. En hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa og maður veit aldrei hvað gerist handan við hornið", sagði Webber. "Í augnablikinu er ég aðeins að hugsa um næsta mót, í Tyrklandi um næstu helgi. Annað sér um sig sjálft. Það eru hundruðir stiga í boði og ég er að einbeita mér að verkefninu. Ég geri ráð fyrir að staða mála verði ljósari eftir sex vikur eða þar um bil. En það sem er mest um vert er að ég hef mikla löngum sem keyrir mig áfram." Webber var mjög ánægður með sigurinn í Mónakó á dögunum og sigurinn hafði mikil áhrifa á hann, enda um sögufræga keppni að ræða sem allir Formúlu 1 ökumenn virðast þrá að vinna. "Það virðast margir fylgjast með Mónakó. Fyrir nokkrum vikum voru allir að tala um draumalið McLaren eða Michael Schumacher og hvað þeir væru að gera. En ég er ekkert að missa mig. Mér varð ljóst þegar ég snæddi með prinsinum (Albert eftir keppni) að ég er hluti af sögunni. Ég mun aldrei gleyma magnaðri flugeldasýningu í kjölfarið og þetta var góður endir á dramatískri viku." "Ég keyrði brautina á ný á götubíl, til að sjá ummerkin eftir mótið. Ég var svo þaninn þegar ég keppti! Ég er ekki fyrir frægð mé frama, en ég veit hvað er mikið mál að vinna Mónakó. Ein mistök og allt er farið fyrir bí. Mig langaði að skoða brautina aftur á mándeginum...", sagði Webber, hógvær og hugprúður sem fyrr. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber sem hefur verið í essinu sínu í síðustu tveimur mótum segist ánægður hjá Red Bull sem hefur verið á sigurbraut í ár og leiða bæði meistaramót bílasmiða og ökumanna með Webber og Sebastian Vettel. Í frétt á autosport.com segir að hann haldi möguleikanum á ganga til liðs við annað lið opnum. Hann ræddi þetta í viðtali við The Mail on Sunday. "Ég hef nýverið unnið tvö mót með Red Bull og fólk er að spyrja mig hvað ég aki á næsta ári. Ég er náinn Red Bull og við höfum gengið í gegnum margt saman og samskiptin eru góð. En hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa og maður veit aldrei hvað gerist handan við hornið", sagði Webber. "Í augnablikinu er ég aðeins að hugsa um næsta mót, í Tyrklandi um næstu helgi. Annað sér um sig sjálft. Það eru hundruðir stiga í boði og ég er að einbeita mér að verkefninu. Ég geri ráð fyrir að staða mála verði ljósari eftir sex vikur eða þar um bil. En það sem er mest um vert er að ég hef mikla löngum sem keyrir mig áfram." Webber var mjög ánægður með sigurinn í Mónakó á dögunum og sigurinn hafði mikil áhrifa á hann, enda um sögufræga keppni að ræða sem allir Formúlu 1 ökumenn virðast þrá að vinna. "Það virðast margir fylgjast með Mónakó. Fyrir nokkrum vikum voru allir að tala um draumalið McLaren eða Michael Schumacher og hvað þeir væru að gera. En ég er ekkert að missa mig. Mér varð ljóst þegar ég snæddi með prinsinum (Albert eftir keppni) að ég er hluti af sögunni. Ég mun aldrei gleyma magnaðri flugeldasýningu í kjölfarið og þetta var góður endir á dramatískri viku." "Ég keyrði brautina á ný á götubíl, til að sjá ummerkin eftir mótið. Ég var svo þaninn þegar ég keppti! Ég er ekki fyrir frægð mé frama, en ég veit hvað er mikið mál að vinna Mónakó. Ein mistök og allt er farið fyrir bí. Mig langaði að skoða brautina aftur á mándeginum...", sagði Webber, hógvær og hugprúður sem fyrr.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira