Græn framtíð í færeyskum farsímum 2. júní 2010 06:00 Fyrsti farsíminn Annika Olsen, innanríkis- og umhverfisráðherra Færeyja, sýnir endurvinnslu á farsímum mikinn áhuga. Hún setti fyrsta farsímann í endurvinnslu í gær. „Það er gaman að sjá íslenskt hugvit fara út fyrir landsteinana og farsíma öðlast framhaldslíf," segir Bjartmar Alexandersson, framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar. Fyrirtækið innsiglaði í gærmorgun samning við færeysku fjarskiptafyrirtækin Føroya Tele og Vodafone ásamt verslunum á eyjunum um endurvinnslu á farsímum. Íbúar Færeyja eru rúmlega fimmtíu þúsund og telur Bjartmar að þeir eigi nær allir farsíma. Þá eru ótaldir þeir gagnslausu símar sem liggja ofan í skúffum landsmanna en þeir ekki komið frá sér þar sem ekki bjóðast margir möguleikar til að koma græjunum í lóg. Farsímarnir sem Færeyingar skila framvegis í endurvinnslukassa Grænnar framtíðar eru sendir til fyrirtækja í Evrópu sem nýta íhluti úr þeim til að búa til nýja síma. Þeir eru síðan seldir á lágu verði til íbúa þróunarlandanna. Mikill áhugi er á framtakinu ytra, að sögn Bjartmars en Annika Olsen, innanríkis- og umhverfisráðherra Færeyja, var viðstödd þegar Bjartmar kynnti samninginn í húsakynnum Føroya Tele í gærmorgun. Hann færði henni ösku úr Eyjafjallajökli að gjöf. Græn framtíð hefur gert sambærilega samninga um endurvinnslu farsíma og annarra smáraftækja hér og standa samningaviðræður yfir við Grænlendinga. - jab Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Það er gaman að sjá íslenskt hugvit fara út fyrir landsteinana og farsíma öðlast framhaldslíf," segir Bjartmar Alexandersson, framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar. Fyrirtækið innsiglaði í gærmorgun samning við færeysku fjarskiptafyrirtækin Føroya Tele og Vodafone ásamt verslunum á eyjunum um endurvinnslu á farsímum. Íbúar Færeyja eru rúmlega fimmtíu þúsund og telur Bjartmar að þeir eigi nær allir farsíma. Þá eru ótaldir þeir gagnslausu símar sem liggja ofan í skúffum landsmanna en þeir ekki komið frá sér þar sem ekki bjóðast margir möguleikar til að koma græjunum í lóg. Farsímarnir sem Færeyingar skila framvegis í endurvinnslukassa Grænnar framtíðar eru sendir til fyrirtækja í Evrópu sem nýta íhluti úr þeim til að búa til nýja síma. Þeir eru síðan seldir á lágu verði til íbúa þróunarlandanna. Mikill áhugi er á framtakinu ytra, að sögn Bjartmars en Annika Olsen, innanríkis- og umhverfisráðherra Færeyja, var viðstödd þegar Bjartmar kynnti samninginn í húsakynnum Føroya Tele í gærmorgun. Hann færði henni ösku úr Eyjafjallajökli að gjöf. Græn framtíð hefur gert sambærilega samninga um endurvinnslu farsíma og annarra smáraftækja hér og standa samningaviðræður yfir við Grænlendinga. - jab
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira