Viðskipti erlent

Dýrasti bíll í heimi kostar 5,5 milljónir á kílóið

Þessi Bugatti er í toppstandi enda búið að yfirfara hann allan og endurnýja niður í smæstu skrúfur.
Þessi Bugatti er í toppstandi enda búið að yfirfara hann allan og endurnýja niður í smæstu skrúfur.

Dýrasti bíll í heimi kostar 5,5 milljónir kr. á hvert kíló. Um er að ræða Bugatti 57SC Atlantic sem fyrst kom á götuna fyrir 74 árum síðan. Hann var nýlega seldur fyrir hátt í 40 milljónir dollara eða um 5 milljarða kr.

 

 

Dan Neil bílasérfræðingur Wall Street Journal skrifaði nýlega um söluna á þessum Bugatti bíl en hann var áður í eigu dánarbús bílasafnarans Peter D. Williamsson. Kaupandinn sem gaf fyrrgreint verð fyrir bílinn er bílasafnið Mullin Automotive í Kaliforníu.

 

Þessi Bugatti er í toppstandi enda búið að yfirfara hann allan og endurnýja niður í smæstu skrúfur. Hönnunin á þessum Bugatti er sjaldgæf en hún er í frönskum art deco stíl og þótti á sínum tíma langt á undan sinni samtíð.

 

Fyrra metverð fyrir fólksbíl fékkst fyrir sléttu ári síðan þegar Ferrari 250 Testa Rossa frá árnu 1957 var seldur fyrir 12,2 milljónir dollara.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×