Á ferð um furðuskógana 18. mars 2010 05:15 Myndlist Katrín Ólína sýnir loks hér á landi úrval af gripum sem hún hefur hannað.fréttablaðið/valli Í tengslum við HönnunarMars sem hefst í dag opnaði Katrín Ólína sýningu í gær í Crymogea á Barónsstíg. Sýninguna kallar hún Rothögg og þar verða til sýnis og sölu gripir sem hún hefur hannað. Katrín Ólína er án efa einn þekktasti hönnuður Íslendinga á alþjóðavettvangi. Verk hennar hafa verið framleidd af fyrirtækjum á borð við DuPont®, Rosenthal, Swedese, Toshiba og Fornarina og hún hefur búið til merkingar og útlit fyrir alþjóðlegar listahátíðir og hönnunarsýningar. Katrín Ólína hefur hlotið virt alþjóðleg hönnunarverðlaun svo sem norrænu Forum AID-verðlaunin í flokki innanhússhönnunar fyrir hönnun sína á Cristal Bar í Hong Kong. Katrín Ólína hefur brotist út úr stakki hreinræktaðrar vöruhönnunar og skapað einstakan formheim úr draumum og ævintýraminnum, undirvitund og þjóðsögum og á grundvelli hans vinnur hún með gríðarlega fjölbreytt róf hluta, útlitshönnunar og prentgripa. Þessi formheimur tekur sér bólfestu á snjóbrettum og hjálmum, á læknastofum og börum, á postulínsdiskum, hálsklútum, veggspjöldum og í sýningum í listasöfnum og galleríum. Verk hennar standa á mótum grafískrar hönnunar, innsetninga, útgáfu og vöruframleiðslu. Í tilefni af hönnunardögunum HönnunarMars sýnir Katrín Ólína nýja hlið á undraheimi sínum í húsakynnum Crymogeu við Barónsstíg. Liturinn í heiminum handan spegilsins hefur fengið ærlegt rothögg svo eftir standa burðarlínur draumsins - skjárinn er brotinn. Handan við hann standa myrkurslungnar plöntur og þjóðsagnakynjuð dýr í sinni nöktustu mynd. Sýndar eru teikningar á veggjum, merkingar og nýir nytjahlutir úr smiðju Katrínar Ólínu. Í Crymogeu eru einnig til sölu veggspjöld, töskur og postulínsdiskar sem framleiddir hafa verið fyrir Katrínu Ólínu og skarta hönnun hennar. Flestar eru þessar vörur ófáanlegar hér á landi og verða seldar við vægu verði á meðan HönnunarMars stendur. - pbb HönnunarMars Tengdar fréttir Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Í tengslum við HönnunarMars sem hefst í dag opnaði Katrín Ólína sýningu í gær í Crymogea á Barónsstíg. Sýninguna kallar hún Rothögg og þar verða til sýnis og sölu gripir sem hún hefur hannað. Katrín Ólína er án efa einn þekktasti hönnuður Íslendinga á alþjóðavettvangi. Verk hennar hafa verið framleidd af fyrirtækjum á borð við DuPont®, Rosenthal, Swedese, Toshiba og Fornarina og hún hefur búið til merkingar og útlit fyrir alþjóðlegar listahátíðir og hönnunarsýningar. Katrín Ólína hefur hlotið virt alþjóðleg hönnunarverðlaun svo sem norrænu Forum AID-verðlaunin í flokki innanhússhönnunar fyrir hönnun sína á Cristal Bar í Hong Kong. Katrín Ólína hefur brotist út úr stakki hreinræktaðrar vöruhönnunar og skapað einstakan formheim úr draumum og ævintýraminnum, undirvitund og þjóðsögum og á grundvelli hans vinnur hún með gríðarlega fjölbreytt róf hluta, útlitshönnunar og prentgripa. Þessi formheimur tekur sér bólfestu á snjóbrettum og hjálmum, á læknastofum og börum, á postulínsdiskum, hálsklútum, veggspjöldum og í sýningum í listasöfnum og galleríum. Verk hennar standa á mótum grafískrar hönnunar, innsetninga, útgáfu og vöruframleiðslu. Í tilefni af hönnunardögunum HönnunarMars sýnir Katrín Ólína nýja hlið á undraheimi sínum í húsakynnum Crymogeu við Barónsstíg. Liturinn í heiminum handan spegilsins hefur fengið ærlegt rothögg svo eftir standa burðarlínur draumsins - skjárinn er brotinn. Handan við hann standa myrkurslungnar plöntur og þjóðsagnakynjuð dýr í sinni nöktustu mynd. Sýndar eru teikningar á veggjum, merkingar og nýir nytjahlutir úr smiðju Katrínar Ólínu. Í Crymogeu eru einnig til sölu veggspjöld, töskur og postulínsdiskar sem framleiddir hafa verið fyrir Katrínu Ólínu og skarta hönnun hennar. Flestar eru þessar vörur ófáanlegar hér á landi og verða seldar við vægu verði á meðan HönnunarMars stendur. - pbb
HönnunarMars Tengdar fréttir Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00