ESB íhugar að leyfa ríkisstyrki til flugfélaga 19. apríl 2010 08:56 Framkvæmdastjórn ESB íhugar nú að líta framhjá regluverki sambandsins um ríkisaðstoð og leyfa ríkisstyrki til flugfélaga. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og haustið 2001 þegar miklar truflanir urðu á flugsamgöngum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar 11. september það ár. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnarinnar hafi skipað óformlega nefnd til að skoða málið. Í henni eiga sæti m.a. Siim Kallas samgöngustjóri, Joaquín Almunia, samkeppnisstjóri og Olli Rehn efnahags- og peningastefnustjóri framkvæmdastjórnarinnar. Barroso segir að öskuskýið frá Eyjafjallajökli hafi skapað ófyrirsjáanlega stöðu í Evrópu og að myndun nefndarinnar sé viðurkenning á þeirri efnahagsógn sem stafar af öskunni. Fram að síðustu helgi hafði framkvæmdastjórnin einbeitt sér að málefnum neytenda og rétti þeirra til bóta vegna afleiðinga hennar, það er að áætlunarflugi hefur verið aflýst í mörgum löndum. Fram kemur í frétt Financial Times að fulltrúar nokkurra flugfélaga, þar á meðal Air France og KLM hafi hitt fulltrúa framkvæmdanefndarinnar um helgina og krafist aðgerða þar sem mörg flugfélög stefni í gjaldþrot ef gosinu í Eyjafjallajökli ljúki ekki á næstu dögum. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB íhugar nú að líta framhjá regluverki sambandsins um ríkisaðstoð og leyfa ríkisstyrki til flugfélaga. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og haustið 2001 þegar miklar truflanir urðu á flugsamgöngum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar 11. september það ár. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnarinnar hafi skipað óformlega nefnd til að skoða málið. Í henni eiga sæti m.a. Siim Kallas samgöngustjóri, Joaquín Almunia, samkeppnisstjóri og Olli Rehn efnahags- og peningastefnustjóri framkvæmdastjórnarinnar. Barroso segir að öskuskýið frá Eyjafjallajökli hafi skapað ófyrirsjáanlega stöðu í Evrópu og að myndun nefndarinnar sé viðurkenning á þeirri efnahagsógn sem stafar af öskunni. Fram að síðustu helgi hafði framkvæmdastjórnin einbeitt sér að málefnum neytenda og rétti þeirra til bóta vegna afleiðinga hennar, það er að áætlunarflugi hefur verið aflýst í mörgum löndum. Fram kemur í frétt Financial Times að fulltrúar nokkurra flugfélaga, þar á meðal Air France og KLM hafi hitt fulltrúa framkvæmdanefndarinnar um helgina og krafist aðgerða þar sem mörg flugfélög stefni í gjaldþrot ef gosinu í Eyjafjallajökli ljúki ekki á næstu dögum.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira