Björgvin Karl ætlar að styrkja KR-liðið fyrir næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2010 20:30 Björgvin Karl Gunnarsson með Kristni Kjærnested, formanni Knattspyrnudeildar KR. Mynd/Heimasíða KR Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn. „Það skiptir máli að styrkja liðið og þá sérstaklega fyrir þessa góðu leikmenn sem eru fyrir hjá KR. Ég vil helst fá leikmenn sem virkilega bæta liðið," segir Björgin Karl sem gerði þriggja ára samning. „Það er möguleiki að fá slíka leikmenn. Ég ætla bæði að reyna að fá íslenska og erlenda leikmenn og við höfum sett okkur það markmið að bæta hópinn og rífa upp stórveldið," segir Björgvin er KR hefur endaði í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö sumur. Björgvin segist fullviss um það að KR geti enn dregið að leikmenn í kvennaboltanum. „Það er skref upp á við fyrir marga leikmenn hér á landi að koma hingað og spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í þessu sem við erum farin að gera. Það eru ansi mörg járn í eldinum en við þurfum að klára ýmis mál. Vonandi klárum við einhver mál í næstu viku," segir Björvin Karl. Björgvin þjálfari 2. flokk kvenna hjá KR í fyrra og þekkir því vel hvaða efnivið hann er með í höndunum. „Þetta eru alveg hörkustelpur í KR en þær eru ungar og vantar reynslu. Við munum reyna að bæta við okkur ungum og efnilegum leikmönnum og svo líka einhverjum reynsluboltum," segir Björgvin sem ætlar að koma KR-liðinu meðal þriggja til fjögurra efstu liða næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis gætu allt að fjórir erlendir leikmenn spilað með KR-liðinu næsta sumar. „Við erum að skoða útlendingamálin með góðu fólki til þess að sjá hvaða leikmenn henta okkur best," segir Björgvin en hann ætlar ekki að ákveðja neitt varðandi erlenda leikmenn fyrr en hann veit hvaða íslensku leikmenn hafa bæst við hópinn. „Það er erfiðast að keppa við Valsliðið sem hefur rjómann af öllum bestu leikmönnunum sem til eru á landinu. Þær geta alveg misstigið sig eins og hvert annað lið. Það er nánast orðið nauðsynlegt að þetta verði jafnara en það eru búið að vera síðustu ár," segir Björgvin Karl. „Þó að maður vilji Val endilega ekkert illt þá er ekki mesti kærleikurinn á milli Vals og KR. Maður vonar að þessi lið sem eiga að vera sterkustu liðin í kvennaboltanum á Íslandi að þau fari að veita Val meiri samkeppni og geri mótið skemmtilegra," sagði Björgvin. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn. „Það skiptir máli að styrkja liðið og þá sérstaklega fyrir þessa góðu leikmenn sem eru fyrir hjá KR. Ég vil helst fá leikmenn sem virkilega bæta liðið," segir Björgin Karl sem gerði þriggja ára samning. „Það er möguleiki að fá slíka leikmenn. Ég ætla bæði að reyna að fá íslenska og erlenda leikmenn og við höfum sett okkur það markmið að bæta hópinn og rífa upp stórveldið," segir Björgvin er KR hefur endaði í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö sumur. Björgvin segist fullviss um það að KR geti enn dregið að leikmenn í kvennaboltanum. „Það er skref upp á við fyrir marga leikmenn hér á landi að koma hingað og spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í þessu sem við erum farin að gera. Það eru ansi mörg járn í eldinum en við þurfum að klára ýmis mál. Vonandi klárum við einhver mál í næstu viku," segir Björvin Karl. Björgvin þjálfari 2. flokk kvenna hjá KR í fyrra og þekkir því vel hvaða efnivið hann er með í höndunum. „Þetta eru alveg hörkustelpur í KR en þær eru ungar og vantar reynslu. Við munum reyna að bæta við okkur ungum og efnilegum leikmönnum og svo líka einhverjum reynsluboltum," segir Björgvin sem ætlar að koma KR-liðinu meðal þriggja til fjögurra efstu liða næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis gætu allt að fjórir erlendir leikmenn spilað með KR-liðinu næsta sumar. „Við erum að skoða útlendingamálin með góðu fólki til þess að sjá hvaða leikmenn henta okkur best," segir Björgvin en hann ætlar ekki að ákveðja neitt varðandi erlenda leikmenn fyrr en hann veit hvaða íslensku leikmenn hafa bæst við hópinn. „Það er erfiðast að keppa við Valsliðið sem hefur rjómann af öllum bestu leikmönnunum sem til eru á landinu. Þær geta alveg misstigið sig eins og hvert annað lið. Það er nánast orðið nauðsynlegt að þetta verði jafnara en það eru búið að vera síðustu ár," segir Björgvin Karl. „Þó að maður vilji Val endilega ekkert illt þá er ekki mesti kærleikurinn á milli Vals og KR. Maður vonar að þessi lið sem eiga að vera sterkustu liðin í kvennaboltanum á Íslandi að þau fari að veita Val meiri samkeppni og geri mótið skemmtilegra," sagði Björgvin.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira