Björgvin Karl ætlar að styrkja KR-liðið fyrir næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2010 20:30 Björgvin Karl Gunnarsson með Kristni Kjærnested, formanni Knattspyrnudeildar KR. Mynd/Heimasíða KR Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn. „Það skiptir máli að styrkja liðið og þá sérstaklega fyrir þessa góðu leikmenn sem eru fyrir hjá KR. Ég vil helst fá leikmenn sem virkilega bæta liðið," segir Björgin Karl sem gerði þriggja ára samning. „Það er möguleiki að fá slíka leikmenn. Ég ætla bæði að reyna að fá íslenska og erlenda leikmenn og við höfum sett okkur það markmið að bæta hópinn og rífa upp stórveldið," segir Björgvin er KR hefur endaði í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö sumur. Björgvin segist fullviss um það að KR geti enn dregið að leikmenn í kvennaboltanum. „Það er skref upp á við fyrir marga leikmenn hér á landi að koma hingað og spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í þessu sem við erum farin að gera. Það eru ansi mörg járn í eldinum en við þurfum að klára ýmis mál. Vonandi klárum við einhver mál í næstu viku," segir Björvin Karl. Björgvin þjálfari 2. flokk kvenna hjá KR í fyrra og þekkir því vel hvaða efnivið hann er með í höndunum. „Þetta eru alveg hörkustelpur í KR en þær eru ungar og vantar reynslu. Við munum reyna að bæta við okkur ungum og efnilegum leikmönnum og svo líka einhverjum reynsluboltum," segir Björgvin sem ætlar að koma KR-liðinu meðal þriggja til fjögurra efstu liða næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis gætu allt að fjórir erlendir leikmenn spilað með KR-liðinu næsta sumar. „Við erum að skoða útlendingamálin með góðu fólki til þess að sjá hvaða leikmenn henta okkur best," segir Björgvin en hann ætlar ekki að ákveðja neitt varðandi erlenda leikmenn fyrr en hann veit hvaða íslensku leikmenn hafa bæst við hópinn. „Það er erfiðast að keppa við Valsliðið sem hefur rjómann af öllum bestu leikmönnunum sem til eru á landinu. Þær geta alveg misstigið sig eins og hvert annað lið. Það er nánast orðið nauðsynlegt að þetta verði jafnara en það eru búið að vera síðustu ár," segir Björgvin Karl. „Þó að maður vilji Val endilega ekkert illt þá er ekki mesti kærleikurinn á milli Vals og KR. Maður vonar að þessi lið sem eiga að vera sterkustu liðin í kvennaboltanum á Íslandi að þau fari að veita Val meiri samkeppni og geri mótið skemmtilegra," sagði Björgvin. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn. „Það skiptir máli að styrkja liðið og þá sérstaklega fyrir þessa góðu leikmenn sem eru fyrir hjá KR. Ég vil helst fá leikmenn sem virkilega bæta liðið," segir Björgin Karl sem gerði þriggja ára samning. „Það er möguleiki að fá slíka leikmenn. Ég ætla bæði að reyna að fá íslenska og erlenda leikmenn og við höfum sett okkur það markmið að bæta hópinn og rífa upp stórveldið," segir Björgvin er KR hefur endaði í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö sumur. Björgvin segist fullviss um það að KR geti enn dregið að leikmenn í kvennaboltanum. „Það er skref upp á við fyrir marga leikmenn hér á landi að koma hingað og spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í þessu sem við erum farin að gera. Það eru ansi mörg járn í eldinum en við þurfum að klára ýmis mál. Vonandi klárum við einhver mál í næstu viku," segir Björvin Karl. Björgvin þjálfari 2. flokk kvenna hjá KR í fyrra og þekkir því vel hvaða efnivið hann er með í höndunum. „Þetta eru alveg hörkustelpur í KR en þær eru ungar og vantar reynslu. Við munum reyna að bæta við okkur ungum og efnilegum leikmönnum og svo líka einhverjum reynsluboltum," segir Björgvin sem ætlar að koma KR-liðinu meðal þriggja til fjögurra efstu liða næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis gætu allt að fjórir erlendir leikmenn spilað með KR-liðinu næsta sumar. „Við erum að skoða útlendingamálin með góðu fólki til þess að sjá hvaða leikmenn henta okkur best," segir Björgvin en hann ætlar ekki að ákveðja neitt varðandi erlenda leikmenn fyrr en hann veit hvaða íslensku leikmenn hafa bæst við hópinn. „Það er erfiðast að keppa við Valsliðið sem hefur rjómann af öllum bestu leikmönnunum sem til eru á landinu. Þær geta alveg misstigið sig eins og hvert annað lið. Það er nánast orðið nauðsynlegt að þetta verði jafnara en það eru búið að vera síðustu ár," segir Björgvin Karl. „Þó að maður vilji Val endilega ekkert illt þá er ekki mesti kærleikurinn á milli Vals og KR. Maður vonar að þessi lið sem eiga að vera sterkustu liðin í kvennaboltanum á Íslandi að þau fari að veita Val meiri samkeppni og geri mótið skemmtilegra," sagði Björgvin.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti