Innlent

Ráðherrar skrifast á um Icesave

fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað breskum og hollenskum starfsbræðrum sínum bréf varðandi viðræður um Icesave. Sá breski hefur svarað.
fréttablaðið/gva
fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað breskum og hollenskum starfsbræðrum sínum bréf varðandi viðræður um Icesave. Sá breski hefur svarað. fréttablaðið/gva

Breski fjármálaráðherrann, George Osborne, hefur svarað bréfi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um viðræður vegna Icesave-deilunnar.

Steingrímur sendi einnig bréf til hollenskra yfirvalda, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þar hefur stjórn ekki enn verið skipuð eftir kosningar. Engin svör hafa borist þaðan. Þá hafa farið fram bréfaskipti á síðustu dögum milli embættismanna ríkjanna þriggja.

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir að efnisatriði væntanlegs samnings hafi ekki verið rædd. Verið sé að fara yfir hvernig og á hvaða forsendum viðræður geti hafist.

„Málið er ekki á því stigi að það sé hægt að ræða um að menn séu að meta einhver möguleg samnings­atriði," segir Guðmundur. Þá sé óvíst hvenær af viðræðum verði, nái menn saman um þær. „Umleitanir hafa miðað að því að koma á samningaviðræðum."

Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli Íslendinga, Breta og Hollendinga, síðan upp úr þeim slitnaði í aðdraganda þjóðar­atkvæðagreiðslunnar 6. mars.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×