Innlent

Fjögur útköll á fimmtán tímum

TF-LÍF Kalla þurfti út áhöfn á bakvakt og mann úr sumarfríi til að fullmanna þyrluna. fréttablaðið/pjetur
TF-LÍF Kalla þurfti út áhöfn á bakvakt og mann úr sumarfríi til að fullmanna þyrluna. fréttablaðið/pjetur

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fjórum sinnum á tímabilinu frá klukkan sjö á mánudagkvöldið til klukkan tvö daginn eftir.

TF-LÍF sótti snemma að kvöldi mánudags veikan sjómann um borð í norskan togara sem staddur var um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Á meðan bárust aðstoðarbeiðnir vegna alvarlegra veikinda í Öræfum og vegna manns sem slasaðist í Grímsey. Fjórða útkallið var vegna konu sem slasaðist við hellaskoðun við Miklafell í Eldhrauni. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×