Lífverðir fylgdu hljómsveit Jónsa eftir í Suður-Kóreu 1. desember 2010 21:00 vel heppnuð tónleikaferð Hljómsveit Jónsa sem hefur verið á tónleikaferð um heiminn á þessu ári. Frá vinstri að ofan eru Óli Björn, Alex, Jónsi og Þorvaldur og Úlfur situr fyrir framan. Þorvaldur hitti Questlove, trommara The Roots, og fór vel á með þeim félögum. „Það var engin lögreglufylgd en það voru öryggisverðir sem pössuðu upp á okkur,“ segir Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommari í hljómsveit Jónsa úr Sigur Rós. Sveitin hélt tónleika í Suður-Kóreu á mánudagskvöld. Ástandið í landinu hefur verið ótryggt upp á síðkastið vegna átaka á milli Suður- og Norður-Kóreu en Þorvaldur vissi ekki hvort öryggisverðirnir hefðu verið fengnir vegna þess. „Þegar við fórum á hótelbarinn löbbuðu þeir með okkur og biðu eftir okkur og þegar ég fór á klósettið beið öryggisvörður mín þegar ég kom til baka. Ég hef aldrei lent í þessu áður,“ segir Þorvaldur. „Það var engin ástæða til að hafa þá þarna. Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Við hefðum aldrei farið út ef það hefði verið hætta á ferðinni og ég fann ekkert fyrir þessum titringi í Seúl.“ Trommarinn segir tónleikana í borginni eina þá bestu á tónleikaferðinni, sem hófst í London í apríl. „Þetta voru frábærir tónleikar og frábærir áhorfendur, hugsanlega þeir bestu á þessum túr. Þeir voru búnir að stilla saman strengi sína og fylltu sviðið af skutlum í einu laginu. Það er gaman fyrir okkur þegar áhorfendur eru búnir að undirbúa sig og gera eitthvað fyrir okkur. Þeir voru líka með snjósprey í öðru lagi.“ Hann segir tónleikaferðina hafa verið draumi líkasta. Það kemur ekki á óvart því áður en lokatónleikarnir í Laugardalshöll 29. desember hefjast hefur sveitin spilað á 99 tónleikum um víða veröld, fyrir framan um 200 þúsund manns, til að kynna fyrstu sólóplötu Jónsa, Go. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ævintýri og ógleymanleg reynsla. Það eru yndislegir strákar í hljómsveitinni og við erum allir rosalega heppnir finnst mér að hafa hver annan.“ Þorvaldur gaf út sína fyrstu sólóplötu í fyrra eftir að hafa dvalið í sjö ár í Bandaríkjunum við nám og störf. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og það er frábært að vinna með Jónsa. Hann er einn allra besti söngvari sem ég hef á ævinni unnið með.“ Spurður hvort hann hafi hitt einhverja fræga á tónleikaferðinni er fátt um svör. Reyndar hitti Þorvaldur kollega sinn í The Roots, Questlove, í upptökuveri sjónvarpsstöðvarinnar NBC í New York, en tókst ekki að hitta rapparann Jay-Z og goðsögnina Stevie Wonder eins og hann hafði vonast eftir. „Ég er búinn að missa þrisvar af Jay-Z. Ég væri alveg til í að taka í höndina á honum og segja að mér finnist hann frábær.“ freyr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
„Það var engin lögreglufylgd en það voru öryggisverðir sem pössuðu upp á okkur,“ segir Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommari í hljómsveit Jónsa úr Sigur Rós. Sveitin hélt tónleika í Suður-Kóreu á mánudagskvöld. Ástandið í landinu hefur verið ótryggt upp á síðkastið vegna átaka á milli Suður- og Norður-Kóreu en Þorvaldur vissi ekki hvort öryggisverðirnir hefðu verið fengnir vegna þess. „Þegar við fórum á hótelbarinn löbbuðu þeir með okkur og biðu eftir okkur og þegar ég fór á klósettið beið öryggisvörður mín þegar ég kom til baka. Ég hef aldrei lent í þessu áður,“ segir Þorvaldur. „Það var engin ástæða til að hafa þá þarna. Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Við hefðum aldrei farið út ef það hefði verið hætta á ferðinni og ég fann ekkert fyrir þessum titringi í Seúl.“ Trommarinn segir tónleikana í borginni eina þá bestu á tónleikaferðinni, sem hófst í London í apríl. „Þetta voru frábærir tónleikar og frábærir áhorfendur, hugsanlega þeir bestu á þessum túr. Þeir voru búnir að stilla saman strengi sína og fylltu sviðið af skutlum í einu laginu. Það er gaman fyrir okkur þegar áhorfendur eru búnir að undirbúa sig og gera eitthvað fyrir okkur. Þeir voru líka með snjósprey í öðru lagi.“ Hann segir tónleikaferðina hafa verið draumi líkasta. Það kemur ekki á óvart því áður en lokatónleikarnir í Laugardalshöll 29. desember hefjast hefur sveitin spilað á 99 tónleikum um víða veröld, fyrir framan um 200 þúsund manns, til að kynna fyrstu sólóplötu Jónsa, Go. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ævintýri og ógleymanleg reynsla. Það eru yndislegir strákar í hljómsveitinni og við erum allir rosalega heppnir finnst mér að hafa hver annan.“ Þorvaldur gaf út sína fyrstu sólóplötu í fyrra eftir að hafa dvalið í sjö ár í Bandaríkjunum við nám og störf. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og það er frábært að vinna með Jónsa. Hann er einn allra besti söngvari sem ég hef á ævinni unnið með.“ Spurður hvort hann hafi hitt einhverja fræga á tónleikaferðinni er fátt um svör. Reyndar hitti Þorvaldur kollega sinn í The Roots, Questlove, í upptökuveri sjónvarpsstöðvarinnar NBC í New York, en tókst ekki að hitta rapparann Jay-Z og goðsögnina Stevie Wonder eins og hann hafði vonast eftir. „Ég er búinn að missa þrisvar af Jay-Z. Ég væri alveg til í að taka í höndina á honum og segja að mér finnist hann frábær.“ freyr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira