Webber fyrstur í stormasamri tímatöku 3. apríl 2010 09:59 Mark Webber ók vel á Sepang brautinni og náði besta tíma á lokaæfingum og í tímatökunni. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Stórlaxar féllu úr leik í vætunni þegar þeir fóru of seint inn á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar, en þeir Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso og Felipe Massa Ferrari urðu allir að draga sig í hlé í fyrstu umferð af þremur. Þeir ræsa með öftustu mönnum. Button sneri bíl sínum útaf í fyrstu umferð og fékk ekki að halda áfram í aðra umferð og er sautjándi á ráslínu. Í 19.-21. sæti eru Alonso, Hamilton og Massa. Í lokaumferðinni voru nöfn sem hafa ekkerst sést þar á árinu og þurfti að stoppa umferðina um tíma vegna vatnsausturs og eldingar sáumst á himni. Þegar keppendur lögðu af stað á ný, þá tók Webber þá áhættu að vera á öðrum regndekkjum en keppinautarnir, sem voru gerð fyrir minni vatnsaustur. Það herbragð heppnaðist fullkomlega, en var mjög áhættusamt í stöðunni. Webber reyndist 1.3 sekúndum fljótari en Nico Rosberg, sem sagðist sjálfur næstum hafa valið sömu afbrigði af dekkjum og Webber. Én Webber nýtti sér að þurrari lína myndaðist á köflum í brautinni, en val hans gat brugðið til beggja vona. Williams liðið kom báðum ökumönnum sínum, þeim Rubens Barrichello og Nico Hulkenberg meðal tíu fremstu, en athyglisverður er líka árangur Adrian Sutil á Force India sem varð fjórði og Antioni Liuzzi félagi hans varð tíundi. Michael Schumacher varð áttundi í tímatökunni Rásröð efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 2. Nico Rosberg, Mercedes 3. Sebastian Vettel, Red Bull 4. Adrian Sutil, Force India 5. Nico Hulkenberg, Williams 6. Robert Kubica, Renault 7. Rubens Barrichello, Williams 8. Michael Schumacher, Mercedes 9. Kamui Kobayashi, Sauber Ferrari 10.Antonio Liuzzi, Force India Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Stórlaxar féllu úr leik í vætunni þegar þeir fóru of seint inn á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar, en þeir Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso og Felipe Massa Ferrari urðu allir að draga sig í hlé í fyrstu umferð af þremur. Þeir ræsa með öftustu mönnum. Button sneri bíl sínum útaf í fyrstu umferð og fékk ekki að halda áfram í aðra umferð og er sautjándi á ráslínu. Í 19.-21. sæti eru Alonso, Hamilton og Massa. Í lokaumferðinni voru nöfn sem hafa ekkerst sést þar á árinu og þurfti að stoppa umferðina um tíma vegna vatnsausturs og eldingar sáumst á himni. Þegar keppendur lögðu af stað á ný, þá tók Webber þá áhættu að vera á öðrum regndekkjum en keppinautarnir, sem voru gerð fyrir minni vatnsaustur. Það herbragð heppnaðist fullkomlega, en var mjög áhættusamt í stöðunni. Webber reyndist 1.3 sekúndum fljótari en Nico Rosberg, sem sagðist sjálfur næstum hafa valið sömu afbrigði af dekkjum og Webber. Én Webber nýtti sér að þurrari lína myndaðist á köflum í brautinni, en val hans gat brugðið til beggja vona. Williams liðið kom báðum ökumönnum sínum, þeim Rubens Barrichello og Nico Hulkenberg meðal tíu fremstu, en athyglisverður er líka árangur Adrian Sutil á Force India sem varð fjórði og Antioni Liuzzi félagi hans varð tíundi. Michael Schumacher varð áttundi í tímatökunni Rásröð efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 2. Nico Rosberg, Mercedes 3. Sebastian Vettel, Red Bull 4. Adrian Sutil, Force India 5. Nico Hulkenberg, Williams 6. Robert Kubica, Renault 7. Rubens Barrichello, Williams 8. Michael Schumacher, Mercedes 9. Kamui Kobayashi, Sauber Ferrari 10.Antonio Liuzzi, Force India
Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira