Fjármálakreppan smitar skemmtanalífið 3. mars 2010 03:00 höfuðstöðvarnar Starfsmenn Barclays Capital eru ekki jafn gefnir fyrir næturlífið og kollegar þeirra hjá Lehman Brothers í New York voru. Markaðurinn/AFP Eigendur bandaríska næturklúbbsins The China Club eiga í rekstrarvanda og sóttu um heimild til greiðsluþrotaverndar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í síðustu viku. Staðurinn telst til óbeinna fórnarlamba fjármálakreppunnar. The China Club stendur nálægt Times Square í New York, í námunda við fyrrum höfuðstöðvar bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir Daniel Fried, stjórnarformanni móðurfélags The China Club, að þegar kreppumerki tóku að sjást á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum haustið 2007 hafi gestum úr röðum starfsmanna Lehman Brothers fækkað hratt. Þegar bankinn fór svo á hliðina um miðjan september 2008 var ljóst hvert stefndi. Breski bankinn Barclays á nú höfuðstöðvar Lehmans í New York. Guardian segir starfsmenn þar ekki jafn næturglaða og forvera þeirra. Þetta hafi skilað sér í afleiddri kreppu í skemmtana- og veitingabransanum, sem gæti í næsta nágrenni við bankann. - jab Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Eigendur bandaríska næturklúbbsins The China Club eiga í rekstrarvanda og sóttu um heimild til greiðsluþrotaverndar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í síðustu viku. Staðurinn telst til óbeinna fórnarlamba fjármálakreppunnar. The China Club stendur nálægt Times Square í New York, í námunda við fyrrum höfuðstöðvar bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir Daniel Fried, stjórnarformanni móðurfélags The China Club, að þegar kreppumerki tóku að sjást á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum haustið 2007 hafi gestum úr röðum starfsmanna Lehman Brothers fækkað hratt. Þegar bankinn fór svo á hliðina um miðjan september 2008 var ljóst hvert stefndi. Breski bankinn Barclays á nú höfuðstöðvar Lehmans í New York. Guardian segir starfsmenn þar ekki jafn næturglaða og forvera þeirra. Þetta hafi skilað sér í afleiddri kreppu í skemmtana- og veitingabransanum, sem gæti í næsta nágrenni við bankann. - jab
Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira