Fjárfestar vilja heldur lána Buffett en Obama 22. mars 2010 15:17 Alþjóðlegi skuldabréfamarkaðurinn hefur sent þau skilaboð frá sér að það sé öruggara að lána Warren Buffett heldur en Barack Obama, það er bandarískum stjórnvöldum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að skuldabréf sem Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélag Buffetts, hefur gefið út til tveggja ára beri nú 0,89% vexti en bandarísk ríkisskuldabréf til sama tíma beri 0,96% vexti.Fyrir utan skuldabréf Berkshire Hathaway bera skuldabréf frá Procter & Gamble, Johnson & Johnson og Lowe Co. einnig lægri vexti en ríkisskuldabréfin. Jack Malvey fyrrum sérfræðingur hjá Lehman Brothers segir að þessi staða sér ákafleg sjaldséð.„Þetta er kinnhestur fyrir stjórnvöld," segir Mitchell Stapley yfirmaður fjárfesting hjá Fifth Third Asset Manangement. „Þetta gæti verið augnablikið þar sem þú uppgvötvar vonandi þá áhættu sem er að birtast og kostnaðinn við slíkt sem getur orðið hrollvekjandi."Fjárfestar hafa töluverðar áhyggjur af skuldastöðu hins opinbera í Bandaríkjunum. Fyrir liggur að Bandaríkjastjórn þarf að nota 7% af skatttekjum sínum í ár til þess eins að borga vexti af lánum sínum. Reiknað er með að þetta hlutfall fari í tæp 11% árið 2013.Bandaríkin eru því í hættu á að missa hina gullnu AAA lánshæfiseinkunn sína. Raunar hefur Moody´s gefið bandarískum yfirvöldum aðvörun um slíkt ef þau ná ekki tökum á ört vaxandi skuldum sínum. Samkvæmt Moody´s getur þjóð ekki haldið AAA í einkunn ef vaxtagreiðslur af skuldum fara yfir 10% af tekjunum. Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Alþjóðlegi skuldabréfamarkaðurinn hefur sent þau skilaboð frá sér að það sé öruggara að lána Warren Buffett heldur en Barack Obama, það er bandarískum stjórnvöldum.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að skuldabréf sem Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélag Buffetts, hefur gefið út til tveggja ára beri nú 0,89% vexti en bandarísk ríkisskuldabréf til sama tíma beri 0,96% vexti.Fyrir utan skuldabréf Berkshire Hathaway bera skuldabréf frá Procter & Gamble, Johnson & Johnson og Lowe Co. einnig lægri vexti en ríkisskuldabréfin. Jack Malvey fyrrum sérfræðingur hjá Lehman Brothers segir að þessi staða sér ákafleg sjaldséð.„Þetta er kinnhestur fyrir stjórnvöld," segir Mitchell Stapley yfirmaður fjárfesting hjá Fifth Third Asset Manangement. „Þetta gæti verið augnablikið þar sem þú uppgvötvar vonandi þá áhættu sem er að birtast og kostnaðinn við slíkt sem getur orðið hrollvekjandi."Fjárfestar hafa töluverðar áhyggjur af skuldastöðu hins opinbera í Bandaríkjunum. Fyrir liggur að Bandaríkjastjórn þarf að nota 7% af skatttekjum sínum í ár til þess eins að borga vexti af lánum sínum. Reiknað er með að þetta hlutfall fari í tæp 11% árið 2013.Bandaríkin eru því í hættu á að missa hina gullnu AAA lánshæfiseinkunn sína. Raunar hefur Moody´s gefið bandarískum yfirvöldum aðvörun um slíkt ef þau ná ekki tökum á ört vaxandi skuldum sínum. Samkvæmt Moody´s getur þjóð ekki haldið AAA í einkunn ef vaxtagreiðslur af skuldum fara yfir 10% af tekjunum.
Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira