Bruno Senna vill sanna sig 17. september 2010 12:48 Bruno Senna er sviplíkur frænda sínum, Ayrton heitnum Senna. Mynd: Getty Images Bruno Senna er frændi Ayrtons heitins Senna, sem er einn allra dáðasti Formúlu 1 ökumaður allra tíma, en hann lést í slysi á Imola brautinni árið 1994. Þegar Bruno vildi í Formúlu 1 áttu margir von á því að erfitt yrði fyrir hann að standa undir Senna nafninu. En Bruno hefur verið hjá nýju liði Hispania sem hefur ekki gengið vel á árinu og hann hefur því ekki fengið eins mikla athygli og fjölmargir aðrir ökumenn sem eru í titilslagnum. Bruno hefur sýnt þolinmæði en þegar hann var lítil gutti taldi Ayrton frændi hans Bruno hæfileikaríkan ökumann í kart kappakstri. Eftir að Ayrton lést vildi móðir Brunos ekki að hann væri í akstursíþróttum og liðu mörg ár þangað til að hann gat keyrt í kappakstri á ný. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa ekki um núverandi árangur, heldur horfa til framtíðar. Ég veit að ef ég stend mig vel, betur en liðsfélaginn þá fæ ég tækifæri á að vera áfram í Formúlu 1 áfram", sagði Senna í spjalli við autosport.com. Bruno telur að hann hafi sýnt góðan akstur í tímatökum, sem engin taki eftir þar sem lítið fari fyrir liðinu. Nokkur umræða hefur verið um fjárhagsörðugleika Hispania liðsins, en Georg Kolles sem stýrir liðinu segir að sum önnur lið séu í verri málum og Hispania liðið klári tímabilið. "Ég er að læra margt á þessu ári. Erfiðleikar hjálpa manni að vaxa og verða sterkari. Liðið er að skipuleggja næsta ár og undirbúa hönnun nýs bíls, sem byggir á þeim sem er verið að nota. Ég held að þetta ár verði í lagi í ár og liðið verði á næsta ári", sagði Senna. "Hvað þetta ár varðar veit ég að ég verð um borð í bílnum þar til í Abu Dhabi (lokamótinu). Fyrsti kostur minn væri að vera áfram hjá liðinu á næsta ári, en það er ekki klárt. Það er ekki búið að ræða það almennilega", sagði Bruno. Hann kvaðst í viðræðum við aðra aðila og málin í ágætum farvegi, en markmiðið sé að standa sig vel á þessu ári til að sýna að hann geti ekið samkeppnisfærum bíl. Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bruno Senna er frændi Ayrtons heitins Senna, sem er einn allra dáðasti Formúlu 1 ökumaður allra tíma, en hann lést í slysi á Imola brautinni árið 1994. Þegar Bruno vildi í Formúlu 1 áttu margir von á því að erfitt yrði fyrir hann að standa undir Senna nafninu. En Bruno hefur verið hjá nýju liði Hispania sem hefur ekki gengið vel á árinu og hann hefur því ekki fengið eins mikla athygli og fjölmargir aðrir ökumenn sem eru í titilslagnum. Bruno hefur sýnt þolinmæði en þegar hann var lítil gutti taldi Ayrton frændi hans Bruno hæfileikaríkan ökumann í kart kappakstri. Eftir að Ayrton lést vildi móðir Brunos ekki að hann væri í akstursíþróttum og liðu mörg ár þangað til að hann gat keyrt í kappakstri á ný. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa ekki um núverandi árangur, heldur horfa til framtíðar. Ég veit að ef ég stend mig vel, betur en liðsfélaginn þá fæ ég tækifæri á að vera áfram í Formúlu 1 áfram", sagði Senna í spjalli við autosport.com. Bruno telur að hann hafi sýnt góðan akstur í tímatökum, sem engin taki eftir þar sem lítið fari fyrir liðinu. Nokkur umræða hefur verið um fjárhagsörðugleika Hispania liðsins, en Georg Kolles sem stýrir liðinu segir að sum önnur lið séu í verri málum og Hispania liðið klári tímabilið. "Ég er að læra margt á þessu ári. Erfiðleikar hjálpa manni að vaxa og verða sterkari. Liðið er að skipuleggja næsta ár og undirbúa hönnun nýs bíls, sem byggir á þeim sem er verið að nota. Ég held að þetta ár verði í lagi í ár og liðið verði á næsta ári", sagði Senna. "Hvað þetta ár varðar veit ég að ég verð um borð í bílnum þar til í Abu Dhabi (lokamótinu). Fyrsti kostur minn væri að vera áfram hjá liðinu á næsta ári, en það er ekki klárt. Það er ekki búið að ræða það almennilega", sagði Bruno. Hann kvaðst í viðræðum við aðra aðila og málin í ágætum farvegi, en markmiðið sé að standa sig vel á þessu ári til að sýna að hann geti ekið samkeppnisfærum bíl.
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira