Bruno Senna vill sanna sig 17. september 2010 12:48 Bruno Senna er sviplíkur frænda sínum, Ayrton heitnum Senna. Mynd: Getty Images Bruno Senna er frændi Ayrtons heitins Senna, sem er einn allra dáðasti Formúlu 1 ökumaður allra tíma, en hann lést í slysi á Imola brautinni árið 1994. Þegar Bruno vildi í Formúlu 1 áttu margir von á því að erfitt yrði fyrir hann að standa undir Senna nafninu. En Bruno hefur verið hjá nýju liði Hispania sem hefur ekki gengið vel á árinu og hann hefur því ekki fengið eins mikla athygli og fjölmargir aðrir ökumenn sem eru í titilslagnum. Bruno hefur sýnt þolinmæði en þegar hann var lítil gutti taldi Ayrton frændi hans Bruno hæfileikaríkan ökumann í kart kappakstri. Eftir að Ayrton lést vildi móðir Brunos ekki að hann væri í akstursíþróttum og liðu mörg ár þangað til að hann gat keyrt í kappakstri á ný. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa ekki um núverandi árangur, heldur horfa til framtíðar. Ég veit að ef ég stend mig vel, betur en liðsfélaginn þá fæ ég tækifæri á að vera áfram í Formúlu 1 áfram", sagði Senna í spjalli við autosport.com. Bruno telur að hann hafi sýnt góðan akstur í tímatökum, sem engin taki eftir þar sem lítið fari fyrir liðinu. Nokkur umræða hefur verið um fjárhagsörðugleika Hispania liðsins, en Georg Kolles sem stýrir liðinu segir að sum önnur lið séu í verri málum og Hispania liðið klári tímabilið. "Ég er að læra margt á þessu ári. Erfiðleikar hjálpa manni að vaxa og verða sterkari. Liðið er að skipuleggja næsta ár og undirbúa hönnun nýs bíls, sem byggir á þeim sem er verið að nota. Ég held að þetta ár verði í lagi í ár og liðið verði á næsta ári", sagði Senna. "Hvað þetta ár varðar veit ég að ég verð um borð í bílnum þar til í Abu Dhabi (lokamótinu). Fyrsti kostur minn væri að vera áfram hjá liðinu á næsta ári, en það er ekki klárt. Það er ekki búið að ræða það almennilega", sagði Bruno. Hann kvaðst í viðræðum við aðra aðila og málin í ágætum farvegi, en markmiðið sé að standa sig vel á þessu ári til að sýna að hann geti ekið samkeppnisfærum bíl. Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bruno Senna er frændi Ayrtons heitins Senna, sem er einn allra dáðasti Formúlu 1 ökumaður allra tíma, en hann lést í slysi á Imola brautinni árið 1994. Þegar Bruno vildi í Formúlu 1 áttu margir von á því að erfitt yrði fyrir hann að standa undir Senna nafninu. En Bruno hefur verið hjá nýju liði Hispania sem hefur ekki gengið vel á árinu og hann hefur því ekki fengið eins mikla athygli og fjölmargir aðrir ökumenn sem eru í titilslagnum. Bruno hefur sýnt þolinmæði en þegar hann var lítil gutti taldi Ayrton frændi hans Bruno hæfileikaríkan ökumann í kart kappakstri. Eftir að Ayrton lést vildi móðir Brunos ekki að hann væri í akstursíþróttum og liðu mörg ár þangað til að hann gat keyrt í kappakstri á ný. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa ekki um núverandi árangur, heldur horfa til framtíðar. Ég veit að ef ég stend mig vel, betur en liðsfélaginn þá fæ ég tækifæri á að vera áfram í Formúlu 1 áfram", sagði Senna í spjalli við autosport.com. Bruno telur að hann hafi sýnt góðan akstur í tímatökum, sem engin taki eftir þar sem lítið fari fyrir liðinu. Nokkur umræða hefur verið um fjárhagsörðugleika Hispania liðsins, en Georg Kolles sem stýrir liðinu segir að sum önnur lið séu í verri málum og Hispania liðið klári tímabilið. "Ég er að læra margt á þessu ári. Erfiðleikar hjálpa manni að vaxa og verða sterkari. Liðið er að skipuleggja næsta ár og undirbúa hönnun nýs bíls, sem byggir á þeim sem er verið að nota. Ég held að þetta ár verði í lagi í ár og liðið verði á næsta ári", sagði Senna. "Hvað þetta ár varðar veit ég að ég verð um borð í bílnum þar til í Abu Dhabi (lokamótinu). Fyrsti kostur minn væri að vera áfram hjá liðinu á næsta ári, en það er ekki klárt. Það er ekki búið að ræða það almennilega", sagði Bruno. Hann kvaðst í viðræðum við aðra aðila og málin í ágætum farvegi, en markmiðið sé að standa sig vel á þessu ári til að sýna að hann geti ekið samkeppnisfærum bíl.
Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira