Diego Forlan: Tilbúinn að fara hvert sem er fyrir rétta tilboðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2010 12:00 Diego Forlan. Mynd/Nordic Photos/Getty Það bjuggust flestir við því að Úrúgvæ-maðurinn Diego Forlan fyndi sér stærra lið í haust eftir frábæra frammistöðu sína á HM í Suður-Afríku þar sem hann var kosinn besti leikmaðurinn. Forlan hafði líka spilað frábærlega á síðasta tímabili þar sem að hann skoraði 32 mörk í spænsku deildinni og tryggði Atletico Madrid sigur í Evrópudeildinni Það varð þó ekkert úr því að Forlan færi frá Atletico Madrid þar sem hann er samningsbundinn næstu þrjú árin. Næst komst hann því að fara til Tottenham en það eru margir sem muna eftir vandræðalegri frammistöðu hans með Manchester United á sínum tíma. Hann er alveg tilbúinn að reyna sig á nýjan leik í enska boltanum. „Ef ég fæ tækifæri til að fara frá Atletico þá fer ég. Ég segi alltaf að ég fór að heiman til þess að spila í Evrópu og ég er ekkert tengdur einu liði því allt mitt fólk er í Úrúgvæ," sagði Diego Forlan. „Þú velur besta tilboðið sem býst þér og ef það er gott fyrir þig og gott fyrir félagið þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að fara. Þessi hugsanlegu tilboð eru þó bara í blöðunum og þau berast sjaldnast félaginu," sagði Forlan. Forlan skoraði ekki fyrstu átta mánuðina sem hann spilaði með Manchester United og var oftast á bekknum þegar hann lék með United frá 2002 til 2004. „Það eru allir að tala um að ég vilji ekki koma aftur til Englands. Ég átti frábæran tíma í Englandi og ég yrði mjög ánægður með að koma og spila aftur í ensku úrvalsdeildinni," sagði Forlan. Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
Það bjuggust flestir við því að Úrúgvæ-maðurinn Diego Forlan fyndi sér stærra lið í haust eftir frábæra frammistöðu sína á HM í Suður-Afríku þar sem hann var kosinn besti leikmaðurinn. Forlan hafði líka spilað frábærlega á síðasta tímabili þar sem að hann skoraði 32 mörk í spænsku deildinni og tryggði Atletico Madrid sigur í Evrópudeildinni Það varð þó ekkert úr því að Forlan færi frá Atletico Madrid þar sem hann er samningsbundinn næstu þrjú árin. Næst komst hann því að fara til Tottenham en það eru margir sem muna eftir vandræðalegri frammistöðu hans með Manchester United á sínum tíma. Hann er alveg tilbúinn að reyna sig á nýjan leik í enska boltanum. „Ef ég fæ tækifæri til að fara frá Atletico þá fer ég. Ég segi alltaf að ég fór að heiman til þess að spila í Evrópu og ég er ekkert tengdur einu liði því allt mitt fólk er í Úrúgvæ," sagði Diego Forlan. „Þú velur besta tilboðið sem býst þér og ef það er gott fyrir þig og gott fyrir félagið þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að fara. Þessi hugsanlegu tilboð eru þó bara í blöðunum og þau berast sjaldnast félaginu," sagði Forlan. Forlan skoraði ekki fyrstu átta mánuðina sem hann spilaði með Manchester United og var oftast á bekknum þegar hann lék með United frá 2002 til 2004. „Það eru allir að tala um að ég vilji ekki koma aftur til Englands. Ég átti frábæran tíma í Englandi og ég yrði mjög ánægður með að koma og spila aftur í ensku úrvalsdeildinni," sagði Forlan.
Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira