Saudi Arabar fjármagna flesta hryðjuverkamenn 6. desember 2010 09:08 Saudi Arabía er það land í heiminum sem veitir fjármagni til flestra íslamskra hryðjuverkahópa eins og Talibana og Laskhar-e-Taiba í Pakistan. Fjallað er um málið í Guardian sem aftur vitnar í Wikileaks. Þar kemur fram að samkvæmt Hillary Clinton utanríkisráðráðherra Bandaríkjanna þráist stjórnvöld í Saudi Arabíu við að stöðva þetta peningaflæði út úr landinu. Í leyniskjali frá því í fyrra kemur fram að efnaðir íhaldssamir Saudi Arabar séu helstu fjárhagslegu bakhjarlar Talibana í Afganistan og þeirra hópa í Pakistan sem reyna að grafa undan þarlendum stjórnvöldum. Auk fyrrgreindra samtaka eru al-kaída einnig nefnd til sögunnar sem þiggjendur fjárstuðnings frá Saudi Aröbum. Í Saudi Arabíu gerast kaupin þannig á eyrinni að fulltrúar hryðjuverkasamtaka smygla sér inn í landið sem pílagrímar. Þegar þangað er komið koma þeir sér upp skúffufyrirtækjum til að stunda peningaþvætti eða taka við fjárframlögum frá góðgerðarsamtökum sem eru saudi arabískum stjórnvöldum þóknanleg. Laskhar-e-Taiba, sem stóð að hryðjuverkaárásinni í Mumbai árið 2008, fjármagnaði aðgerðir sínar árið 2005 í gegnum skúffufyrirtæki í Saudi Arabíu. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Saudi Arabía er það land í heiminum sem veitir fjármagni til flestra íslamskra hryðjuverkahópa eins og Talibana og Laskhar-e-Taiba í Pakistan. Fjallað er um málið í Guardian sem aftur vitnar í Wikileaks. Þar kemur fram að samkvæmt Hillary Clinton utanríkisráðráðherra Bandaríkjanna þráist stjórnvöld í Saudi Arabíu við að stöðva þetta peningaflæði út úr landinu. Í leyniskjali frá því í fyrra kemur fram að efnaðir íhaldssamir Saudi Arabar séu helstu fjárhagslegu bakhjarlar Talibana í Afganistan og þeirra hópa í Pakistan sem reyna að grafa undan þarlendum stjórnvöldum. Auk fyrrgreindra samtaka eru al-kaída einnig nefnd til sögunnar sem þiggjendur fjárstuðnings frá Saudi Aröbum. Í Saudi Arabíu gerast kaupin þannig á eyrinni að fulltrúar hryðjuverkasamtaka smygla sér inn í landið sem pílagrímar. Þegar þangað er komið koma þeir sér upp skúffufyrirtækjum til að stunda peningaþvætti eða taka við fjárframlögum frá góðgerðarsamtökum sem eru saudi arabískum stjórnvöldum þóknanleg. Laskhar-e-Taiba, sem stóð að hryðjuverkaárásinni í Mumbai árið 2008, fjármagnaði aðgerðir sínar árið 2005 í gegnum skúffufyrirtæki í Saudi Arabíu.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira