Vegurinn heim Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 31. maí 2010 06:00 Faðir minn er hálfþýskur. Hann heitir Helmuth og veit fátt betra en Suður-Þýskaland og þá sérstaklega Bæjaraland, Bayern. Kærleikurinn milli hans og Bayern hefur varað lengi. Ég var ekki há í loftinu þegar ég vissi allt um Lúðvík II Bæjarakonung, þekkti skjaldarmerki Munchen og fékk ís í verðlaun fyrir að vera að klára weisswurst og sauerkraut af disknum mínum. Þannig var sumarleyfi fjölskyldunnar eytt í Þýskalandi og ég hef reglulega verið uppfærð í nýjan „dirndl" - hinn bæverska þjóðbúning - eftir því sem ég eldist og stækka og pabbi skartar lederhosen í íslenskum barnaafmælum við mikla athygli yfirleitt. Ég á líka þýskar þjóðbúningadúkkur í ýmsum útgáfum þýskra þjóðbúninga, safn tréleikfanga (tréiðnaður er einn aðalatvinnuvegurinn) óteljandi bækur og bæklinga um þýska kastala, stöðuvötn, alpafjöll, saltnámur (annar sterkur atvinnuvegur fyrr á öldum) og bæverskt kóngafólk, sumarhallir þess og sögu. Ég hef átta sinnum farið í Neuschwanstein-kastala og er nokkuð viss að ég hafi að minnsta kosti einu sinni farið út á flest vötn Bæjaralands, þó ekki væri nema á hjólabát. Eins og títt er um börn sem upplifa það að einhverju er haldið að þeim í uppeldinu - verður uppreisn gegn fyrirbærinu á ákveðnu aldursskeiði. Drengirnir í leðurbuxunum, sem höfðu í sakleysi sínu tuggið strá og legið við árbakkann, fóru allt í einu að fara í taugarnar á mér með sína snitzelbreiðu fingur. Ég velti því fyrir mér hversu oft nokkur maður gæti farið út á Königssee. Ég reyndi að gráðbiðja pabba um að mæta ekki í Lederhosen á Grillið þegar ég útskrifaðist. Þegar hann fékk fjölvarpið fyrir nokkrum árum, til þess eins að ná þýsku og austurrísku stöðvunum, hringdi hann reglulega til að athuga hvort ég væri ekki örugglega með stillt á stöð 80 og 81 - þýska skemmtiþætti og austurríska úti-tónleika. Hálftíma síðar hringdi hann og hlýddi mér yfir hvað Helmut Schmidt hefði sagt síðasta hálftímann. Síðustu árin hefur hugur minn opnast að nýju. Ég stilli stundum óumbeðin á þýskar sjónvarpsstöðvar, eftirlætisliðið mitt í fótbolta er Bayern Munchen og á stórhátíðum klæði ég son minn í Von Trapp ullarpeysu. Ég fékk staðfestingu á því hvað er að henda mig á laugardagskvöldið þegar ég hringdi að minnsta kosti þrívegis til að kjósa þýska lagið í Eurovision. Gleðin var ósvikin þegar Þýskaland fór að smala stigum og ég óska því karli föður mínum til hamingju með tvöfaldan sigur - Eurovision og uppeldi sem loks skilaði árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Faðir minn er hálfþýskur. Hann heitir Helmuth og veit fátt betra en Suður-Þýskaland og þá sérstaklega Bæjaraland, Bayern. Kærleikurinn milli hans og Bayern hefur varað lengi. Ég var ekki há í loftinu þegar ég vissi allt um Lúðvík II Bæjarakonung, þekkti skjaldarmerki Munchen og fékk ís í verðlaun fyrir að vera að klára weisswurst og sauerkraut af disknum mínum. Þannig var sumarleyfi fjölskyldunnar eytt í Þýskalandi og ég hef reglulega verið uppfærð í nýjan „dirndl" - hinn bæverska þjóðbúning - eftir því sem ég eldist og stækka og pabbi skartar lederhosen í íslenskum barnaafmælum við mikla athygli yfirleitt. Ég á líka þýskar þjóðbúningadúkkur í ýmsum útgáfum þýskra þjóðbúninga, safn tréleikfanga (tréiðnaður er einn aðalatvinnuvegurinn) óteljandi bækur og bæklinga um þýska kastala, stöðuvötn, alpafjöll, saltnámur (annar sterkur atvinnuvegur fyrr á öldum) og bæverskt kóngafólk, sumarhallir þess og sögu. Ég hef átta sinnum farið í Neuschwanstein-kastala og er nokkuð viss að ég hafi að minnsta kosti einu sinni farið út á flest vötn Bæjaralands, þó ekki væri nema á hjólabát. Eins og títt er um börn sem upplifa það að einhverju er haldið að þeim í uppeldinu - verður uppreisn gegn fyrirbærinu á ákveðnu aldursskeiði. Drengirnir í leðurbuxunum, sem höfðu í sakleysi sínu tuggið strá og legið við árbakkann, fóru allt í einu að fara í taugarnar á mér með sína snitzelbreiðu fingur. Ég velti því fyrir mér hversu oft nokkur maður gæti farið út á Königssee. Ég reyndi að gráðbiðja pabba um að mæta ekki í Lederhosen á Grillið þegar ég útskrifaðist. Þegar hann fékk fjölvarpið fyrir nokkrum árum, til þess eins að ná þýsku og austurrísku stöðvunum, hringdi hann reglulega til að athuga hvort ég væri ekki örugglega með stillt á stöð 80 og 81 - þýska skemmtiþætti og austurríska úti-tónleika. Hálftíma síðar hringdi hann og hlýddi mér yfir hvað Helmut Schmidt hefði sagt síðasta hálftímann. Síðustu árin hefur hugur minn opnast að nýju. Ég stilli stundum óumbeðin á þýskar sjónvarpsstöðvar, eftirlætisliðið mitt í fótbolta er Bayern Munchen og á stórhátíðum klæði ég son minn í Von Trapp ullarpeysu. Ég fékk staðfestingu á því hvað er að henda mig á laugardagskvöldið þegar ég hringdi að minnsta kosti þrívegis til að kjósa þýska lagið í Eurovision. Gleðin var ósvikin þegar Þýskaland fór að smala stigum og ég óska því karli föður mínum til hamingju með tvöfaldan sigur - Eurovision og uppeldi sem loks skilaði árangri.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun