Skortur á kjúklingi í verslunum enn á ný 1. desember 2010 05:30 jón bjarnason „Það fylgir ekkert vottorð með erlendum kjúklingi,” segir landbúnaðarráðherra. Salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum á þessu ári hefur leitt til viðvarandi skorts á kjúklingi í verslunum, að mati framkvæmdastjóra Bónuss og Krónunnar. Upp kom smit í kjúklingum frá Matfugli og Reykjagarði í síðustu viku á ný og voru vörur innkallaðar úr verslunum í kjölfarið. Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir ástandið mjög slæmt. „Þetta er búið að vera vandamál í marga mánuði, en núna er þetta sérstaklega slæmt,“ segir Kristinn. „Við fáum ekki nema brotabrot af því sem við pöntum.“ Kristinn segir ótrúlegt að ekki sé hægt að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi til þess að anna eftirspurn á markaðnum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir enga ástæðu til þess að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Ráðuneytinu hafi hvorki borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né athugasemdir varðandi skort á markaði. kjúklingaframleiðsla Eftir endurtekið salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum segja framkvæmdastjórar verslana að skortur sé á markaðnum.fréttablaðið/hari Jón segir málið fyrst og fremst snúa að því að uppræta salmonellusmit í innlendri framleiðslu til þess að halda henni heilbrigðri. „Það er mjög strangt heilbrigðiseftirlit hér á landi og fólk þarf ekki að óttast að í búðum séu smitaðir kjúklingar,“ segir Jón. „Við höfum státað af því að vera með heilbrigðustu kjúklingaframleiðsluna miðað við nágrannalöndin. Það fer ekkert á markað sem er smitað.“ Jón segir að innfluttum kjúklingi fylgi ekki heilbrigðisvottorð varðandi salmonellu. „Erlendur kjúklingur er ekkert endilega laus við salmonellu,“ segir hann. „Það fylgir ekkert vottorð með innfluttum kjúklingi hvort hann er salmonellufrír eða ekki.“ Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri innflutningsmála hjá Matvælastofnun, fullyrðir þó að innfluttum kjúklingi fylgi vottun um að hann sé salmonellufrír. Hann vísar þó á ráðuneytið hvað varðar rýmkun á innflutningstollum sökum mögulegs skorts á innlendum kjúklingi. Um 250 tonn af kjúklingi voru urðuð í sumar vegna salmonellusýkingar sem upp kom í eldishúsum Reykjagarðs og Matfugls. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum á þessu ári hefur leitt til viðvarandi skorts á kjúklingi í verslunum, að mati framkvæmdastjóra Bónuss og Krónunnar. Upp kom smit í kjúklingum frá Matfugli og Reykjagarði í síðustu viku á ný og voru vörur innkallaðar úr verslunum í kjölfarið. Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir ástandið mjög slæmt. „Þetta er búið að vera vandamál í marga mánuði, en núna er þetta sérstaklega slæmt,“ segir Kristinn. „Við fáum ekki nema brotabrot af því sem við pöntum.“ Kristinn segir ótrúlegt að ekki sé hægt að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi til þess að anna eftirspurn á markaðnum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir enga ástæðu til þess að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Ráðuneytinu hafi hvorki borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né athugasemdir varðandi skort á markaði. kjúklingaframleiðsla Eftir endurtekið salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum segja framkvæmdastjórar verslana að skortur sé á markaðnum.fréttablaðið/hari Jón segir málið fyrst og fremst snúa að því að uppræta salmonellusmit í innlendri framleiðslu til þess að halda henni heilbrigðri. „Það er mjög strangt heilbrigðiseftirlit hér á landi og fólk þarf ekki að óttast að í búðum séu smitaðir kjúklingar,“ segir Jón. „Við höfum státað af því að vera með heilbrigðustu kjúklingaframleiðsluna miðað við nágrannalöndin. Það fer ekkert á markað sem er smitað.“ Jón segir að innfluttum kjúklingi fylgi ekki heilbrigðisvottorð varðandi salmonellu. „Erlendur kjúklingur er ekkert endilega laus við salmonellu,“ segir hann. „Það fylgir ekkert vottorð með innfluttum kjúklingi hvort hann er salmonellufrír eða ekki.“ Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri innflutningsmála hjá Matvælastofnun, fullyrðir þó að innfluttum kjúklingi fylgi vottun um að hann sé salmonellufrír. Hann vísar þó á ráðuneytið hvað varðar rýmkun á innflutningstollum sökum mögulegs skorts á innlendum kjúklingi. Um 250 tonn af kjúklingi voru urðuð í sumar vegna salmonellusýkingar sem upp kom í eldishúsum Reykjagarðs og Matfugls. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira