Sport

Hrafnhildur rétt við nýja Íslandsmetið sitt í undanúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH. Mynd/SSÍ
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH synti á 1:07,30 mínútu í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á HM í Dúbæ og endaði í 16. og síðasta sæti. Hrafnhildur var aðeins fjórum hundraðshlutum frá Íslandsmetinu sem hún setti í morgun.

Hrafnhildur sló sitt eigið Íslandsmet um rúmlega sekúndu í morgun og bætti þá sinn besta árangur á árinu um 1 sekúndu og 27 sekúndubrot sem er mjög mikil bæting. Hrafnhildur synti því í dag tvo langbestu tíma íslenskar sundkonu í þessari grein.

Hrafnhildur hefur komist í undanúrslit í tveimur greinum á mótinu og hefur sett alls þrjú Íslandsmet en hún varð í 14. sæti í 50 metra bringusundi efrir að hafa sett Íslandsmet í bæði undanúrslitum og undanúrslitum.

Hrafnhildur á eftir að keppa í 200 metra bringusundi á mótinu en sú grein fer fram á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×