Sebastian Vettel: Keppi ekki til að slá met Schumachers 19. nóvember 2010 14:47 Sebastian Vettel með sigurlaunin frá Abu Dhabi. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel segist ekki vera að keppa í Formúlu 1 til að slá met Michael Schumacher sem hefur tryggt sér sjö meistaratitlina á ferlinum. Vettel skrifaði hugleiðingar sínar í þýska dagblaðið Bild samkvæmt frétt á autosport.com. "Hann (Schumacher) sagði mér að það væri sérstök upplifun að aka fyrir Ferrari eða Mercedes. Bæði liðin eru fortíð, nútíð og alveg örugglega framtíð Formúlu 1", skrifaði Vettel í Bild. "Það eiga allir ökumenn leynda drauma um að keyra Ferrari eða Mercedes. Hvort maður kemst þangað ræðst af mörgum þáttum og allt þarf að smella saman. En það er fjarri. Næst mun ég verja titilinn með Red Bull. Við erum með það sem þarf til árangurs. Rétta fólkið á réttum stað." Vettel ritaði líka um að það væri stressandi að keppa um meistaratitilinn, hvað þá að vinna jafnmarga og Schumacher. "Núna veit ég hvað það er erfitt og stressandi að vinna titilinn. Michael hefur gert þetta sjö sinnum! Ég keyri ekki í Formúlu 1 til að slá met Michaels. Það er ekki hægt að bera saman mitt líf og ferill hans. Hann er goðsögn, ég er rétt að byrja", skrifaði Vettel. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel segist ekki vera að keppa í Formúlu 1 til að slá met Michael Schumacher sem hefur tryggt sér sjö meistaratitlina á ferlinum. Vettel skrifaði hugleiðingar sínar í þýska dagblaðið Bild samkvæmt frétt á autosport.com. "Hann (Schumacher) sagði mér að það væri sérstök upplifun að aka fyrir Ferrari eða Mercedes. Bæði liðin eru fortíð, nútíð og alveg örugglega framtíð Formúlu 1", skrifaði Vettel í Bild. "Það eiga allir ökumenn leynda drauma um að keyra Ferrari eða Mercedes. Hvort maður kemst þangað ræðst af mörgum þáttum og allt þarf að smella saman. En það er fjarri. Næst mun ég verja titilinn með Red Bull. Við erum með það sem þarf til árangurs. Rétta fólkið á réttum stað." Vettel ritaði líka um að það væri stressandi að keppa um meistaratitilinn, hvað þá að vinna jafnmarga og Schumacher. "Núna veit ég hvað það er erfitt og stressandi að vinna titilinn. Michael hefur gert þetta sjö sinnum! Ég keyri ekki í Formúlu 1 til að slá met Michaels. Það er ekki hægt að bera saman mitt líf og ferill hans. Hann er goðsögn, ég er rétt að byrja", skrifaði Vettel.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira